Réttur - 01.06.1915, Side 38
- 44 -
til lífs og þroska. Þar dafnar gróðurinn skjótt og ávextirn-
ir verða almenningseign.
Svona hefir þetta gengið alla æfi menningarþjóðanna.
Stefnur og hugsjónir hafa fæðst á öllum tímum. Stundum
hafa ávextir þeirra brugðist fyrir þá sök, að jarðvegur and-
ans var ekki undirbúinn eða óhentugur af einhverjum or-
sökum. En stundum hittu þær líka fyrir sér frjóan jarðveg
og vel undirbúinn. Og ávextirnir hafa þá orðið sú ódáins-
fæða, sem menningin hefir lifað á.
Af þessu virðist þá mega ráða, hve mikilsvert það er
einnig í andlegum efnum að þekkja jarðveg þann, sem
stefnur og hugsjónir eiga að þróast í. En sá jarðvegur er
hugsunarháttur lyðsins.
Sinn er siður í landi hverju, segir máltækið. Og sinn er
hugsunarháttur í landi hverju. Þetta er næsta eðlilegt. Nátt-
úruskilyrðin, sem þjóðin býr við, móta hugsunarháttinn,
skapa hið andlega fatasnið. Af því leiðir oft, að sú stefna
eða hugsjón, sem nýtur sín að fullu á einum stað, þrífst
ekki á öðrum. Hugsunarháttur lýðsins er annar — jarðveg-
urinn ólíkur, með öðrum orðum.
Par sem það er hlutverk þessa litla tímarits að ræða um
stefnur þær, sem nú eru efst á baugi erlendis um sam-
vinnumál og bræðralag í baráttu Iífsins, þá er einmitt nauð-
synlegt að hugleiða nú þegar í fyrsta hefti ritsins, hvernig
hann muni reynast, hinn andlegi jarðvegur þjóðar vorrar,
fyrir ýmsar stefnur í samvinnumálum og í jafnaðaráttina.
Án þess að rannsaka þetta fyrst og fremst, eigum vérjafn-
an á hættu, að andlega ræktunarstarfið eða fylgi við nýjar
stefnur verði blindur hendingaleikur.
* *
*
Varla þarf á það að minna, með hvaða atburðum ís-
land bygðist. Þess eins má geta hér, að forfeður vorir
flýðu ættland sitt og námu hér land af þeirri ástæðu mest-
megnis, að þeir þoldu ekki lögbundið allsherjarskipulag,
sem Haraldur hárfagri efndi til í Noregi til bjargráða landi
og lýð fyrir útlendri hættu, — skipulag, sem menn urðu