Réttur - 01.06.1915, Side 45
— 51 -
Við slíkan geysimun efnahags og stétta erum vér að
mestu lausir. Að því skapi er minni sultar-örbirgð hjá oss
en stórþjóðunum. Yfirborð mannlífsins er jafnara hjá oss
heldur en þeim, og minna djúp á milli einstakra manna og
stétta. Aðgangur að ýmsum gæðum menningarinnar er því
í fleiri manna höndum hjá oss tiltölulega, ef notaður væri
til fulls. Allt þetta gefur oss yfirburði og aðstöðu í sam-
vinnumálum, sem oss er skylt að þekkja og meta — og
nota.
Á öllum sviðum eigum vér samvinnuþörf, bæði til hags-
munabóta og þekkingar. f þetta sinn verður það ekki'nán-
ar rakið sundur. En hitt er jafnvíst, eins og þegar er fram
tekið, að þessari þörf er ekki fullnægt neitt nándar nærri
því, eins og æskilegt væri.
Verkefnin í samvinnumálum eru því bersýnilega nóg.
En hver á að hefjast handa og knýja fram alþjóðarvakn-
ingu í þessum málum? Hvaða stéttir eða hvaða fjelög eig-
um vér — önnur en þau, sem áður vóru talin, — sem
líklegust eru til þess að hefja merki samvinnustefnunnar
hátt á loft og taka að sér hlutverk sáðmannsins í þessum
efnum?
Verkmannafélögin, munu menn svara. En nú er þess að
gæta, að verkamenn = daglaunamenn eru ekki nema Íítill
hluti alþýðunnar og margir þeirra tvístraðir og skipulags-
lausir. Allur fjöldi alþýðu á landi hér er meira eða minna
riðinn við framleiðslustörfin, en vantar þó víðasthvar traust-
an félagsskap til þess að gæta hagsmuna sinna. Pessvegna
er naumast að vaSnta þaðan þeirrar forystu, sem hér er
um að ræða.
Einstakir menn þá, sem málunum unna, munu menn
svara næst. Og það skal játað, að liðveizla þeirra er mik-
ils virði, og af þeim verða máske frumtökin gerð. En lið-
veizla þeirra er ekki nóg. Ef allsherjarvakning í samvinnu-
málum á að komast á leið hjá oss, þarf almennan félags-
skap til fylgis og framkvæmda.
En hvar er sá félagsskapur, sem getur — fram yfir þau
V