Réttur - 01.06.1915, Page 47
53
ekki frjóan jarðveg hjá þjóðinni. Hugsjónagróðurinn varð
eins og kyrkingsgróður kaldra vordaga. Aflið og ylinn dró
úr hreyfingunni. Meginstarf ungmennafélaganna nú er fólg-
ið í verklegum framkvæmdarmálum, svo sem íþróttum og
skógrækt.*
Ef ungmennafélögin ætla sér og eiga að ná tilgangi sín-
um, þarf þeim að vaxa ásmegin á ný. Til þess þarf hug-
sjónir, ekki ráðlaust fálm, heldur sterkar, rökstuddar hug-
sjónir, sem hljóta að verða alþjóðareign og iyftistöng fram-
tíðarinnar. Og hér liggur leiðin opin, svo sem að framan
er sýnt. Pað er ýagnaðarboðskapur samvinnu og samhjálp-
ar, sem á að gefa ungmennafélögunum nýtt líf og nýja
orku. Þannig búin ganga þau svo að nýju fram fyrir þjóð-
ina að hugrækt og félagsvinnu. —
Hlutverk þessa rits verður að ræða og skýra þær skipu-
lagsstefnur, sem eiga við eðlishætti vora og komið gætu
að beztu gagni fyrir oss. í þessu væntum vér fulltingis
allra góðra manna. Og ungmennafélögin eggjum vér lög-
eggjan.
£en. 2>j.
* 1 þeita sinn er ekki ním til að rökstyðja nánar þessi ummæli. En
síðar mun í riti þessu verða betur vikið að þessu efni.