Réttur - 01.06.1915, Síða 63
Kvenfólkið og þjóðfélagið,
eftir
Huldu Garborg.
(Fyrirlestur fluttur í stúdentafélögum i Kristjaníu og Þrándheimi.)
Kvenréttindamálið er vafalaust vandasamast allra málefna.
Rætur þess eru svo margþættar og ná svo djúpt, að það
verður sífelt að skoðast frá nýjum hliðum. — En loks
verður þó niðurstaðan sama í þessu máli eins og öllum
öðrum — að brjótast í gegnum fræðikerfin og kenning-
arnar, til hins einstaka, og þess, sem mannlegt er í insta
eðli sínu.
Rróun kvenréttindahreyfingarinnar, er nákvæmlega sam-
fara dreifingu ríkisvaldsins meðal menningarþjóðanna. Hún
er sprottin af þörf eins og öll mannfélagsmálefni og jafn-
aðarkröfur. Og eðlilega framkomin af aragrúa ýmsra or-
saka, sem hafa náð fótfesti í hinum voldugu þjóðfélags-
byltingum, er risið hafa síðasta mannsaldurinn; og ger-
breytt verðmæti lífsgæðanna og leitt til snarprar lífsbaráttu.
Skrílslegar lýðvaldskröfur og skipulagsleysi í stórborg-
um og verksmiðjuhéruðum leiddi til þess, sem Strindberg
segir: »Að allir eiga ilt, eigi sízt kvenfólkið.«
Pað er eigi aðeins kvenþjóðin, sem vilst hefir af réttri
leið, og fengið ástæðu til kvartana. En vegna þess, að
byltingin náði frekast til heimilanna og raskaði innbyrðis
afstöðu þeirra, varð kvenþjóðin beinlínis iverst úti.
Pað var þessvegna eðlilegt að kvenþjóðin legði út í bar-
áttu gegn þeim öflum, sem svifti þær heimili og atvinnu.