Réttur - 01.06.1915, Page 65
- 71
setn öllum er friðheilagt; svo að rándýrshvötum manna er
gefinn laus taumur. Og þá er engu líkara en öll hlið hel-
vítis séu opnuð einn góðan veðurdag, og óhroðanum bylt
yfir löndin í blóðugum straumi.
Sá straumur verður ekki stöðvaður fyr en alt illgresi er
orðið að ösku. En upp úr öskubyngnum rís hátt við him-
in dálítil björt hugsun. Hugsjón, sem er jafngömul mann-
kynssögunni. Insti kjarninn í öllum trúarbrögðum og fram-
tíðardraumum göfugra stjórnmálamanna. Hún kemur jafn-
óðum úr kafinu, öflugri og fegri en áður. Þessvegna hlýt-
ur hún að sigra; ef vér trúum því ekki, sökkvum vér öll
í myrkur og bölsýni.
Pessi hugsjón hefir risið upp í öllum heimsálfum. Hía-
wata, Buddha og Jesús túlkuðu hana hver á sinn hátt,
og fjöldi annara djúphyggjumanna á eftir þeim.
Pað er alheimsfriðarhugsjónin, er náð hefir eðlilegri fram-
þróun í þeim þjóðfélögum, þar sem menn lúta náttúru-
lögum guðs. F*au lög bjóða, að öllu fólki sé veitt rúm á
jörðunni og fyrirmuna oss að auðgast af eymd annara.
Lög, sem sköpuðu karl og konu mjög svo ólík, og eiga
að vera göfugasti tilgangur og markmið lífs vors.
— — »Breyttu þannig, að þú gerir engum manni mein!«
Það er æðst allra boðorða, og hefir þau öll í sér fólgin,
en alls eigi ofætlun mannlegum mætti til eftirbreytni.
Til þess að vér getum lifað og breytt samkvæmt þessu
boðorði, þarf grundvöllur þjóðlífsins að vera fágaður. Vér
megum ekki byggja gylta kastala, nema grundvalla þá á
bjargi. En það hafa allar stærstu menningarþjóðirnar gert,
og þessvegaa eru þær hrapaðar í sínar eigin sorpgrafir.
í þessum þjóðfélögum hefir kvenréttindahreyfingin rutt
sér braut. Par »eiga flestir við þröngan kost að búa« og
fjöldi manna eru gerðir að þrælum, til þess að stöku menn
lifi eins og kongar. Börn og heilar fjölskyldur skorti hús-
rúm og jarðnæði; kvenfólkið varð atvinnulaust og hóf sam-
kepni við karlmennina.
Þessi þjóðfélög hafa karlmennirnir myndað. F*essvegna er
það engin furða, þó kvenfólkið þyrpist saman til þess að