Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 68
- 74 -
bak við allar ráðgátur lífsins. Sálarspegill vor og sannþrosk-
aður innri maður.
I hinni alkunnu bók sinni »Heimilið« nefnir Perkin Gil-
man móðurköllunina einungis »ákvörðunarstarf, sem öllum
er sameiginlegt — villimönnum, siðlausum þjóðflokkum,
bændum, vinnulýð og yfirleitt öllum stéttum«.
Og spyr því næst, »hvort menn álíti hana virkilega göf-
ugri og heillavænlegri, en uppeldis-þjóðstofnanir nýrri tíma«.
í þessum orðum felst mjög svo táknandi lýsing á nútíðar-
ástandinu.
Til samanburðar á móðurhlutverkinu og hinum »nýju
uppeldisstofnunum«, nægir að benda á — að stjórnarfar,
vísindi, listir, iðnaður og verzlun o. a. þ. h., sem frú Gil-
man nefnir, er einungis til þess að tryggja mannkyninu full-
komnari og bjartari lífskjör.
F*að er aðeins til stuðnings móðurkölluninni, en jafngild-
ir henni eigi á nokkurn hátt.
Sérhver kona, sem alið hefir barn, veit mjög vel, að ekk-
ert þolir samjöfnuð við móðurhlutverkið. Pað er sá helgi
leyndardómur, sem alt annað lifir fyrir — og vissulega eigi
ógöfugra, þó sameiginleg sé öllum lifandi verum.
— — Flestir forsprakkar kvenréttindanna líta á lífið í
gegnum manngrúa og móðu stórborganna, hyggja þess-
vegna að þróunin stefni takmarkalaust að meira þéttbýli;
er leiði til glysmenningar, aukinna vandræða og hnignunar.
Hreyfingin tilheyrir því frekast hærri stéttum og stór-
bæjum.
Pað sem um hríð hefir snert dýpstu strengi þjóðanna og
brýnustu þarfir, er krafa um Ijós og yl handa hverju manns-
barni er fæðist. Voldug mannfélagshreyfing, sem grípur yfir
aðrar siðferðiskröfur og hugsjónir en þær, sem grundvöll-
uðu auðmannaklikkur stórborganna. Hún mun að síðustu
kollvarpa stórhýsum í borgum, svo að ferska loftið streymi
inn í kjallarana, og reka fólkið út í sólarljósið, sem hýmir
þar hálfkafnað. Pegar björt og hamingjusöm heimili verða
undirstaða þjóðfélagsins, þá verður aftur farið að byggja
gylta turna, og þeir standa óhagganlegir.