Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 76
- 82 -
um breytingu á líffærum kvenna, sem er augljós afleiðing
þessarar stefnu; og atriði, sem stórþjóðirnar hafa lengi rök-
rætt.
Konur verða með tímanum illa hæfar til þess að gegna
móðurskyldunum; það er eigi einungis tilfinningalff þeirra,
heldur og líkamsbyggingin, sem tekur miklum breytingum.
Fyrir nokkrum árum var þessi spurning borin fram í am-
erísku blaði: »Er að koma karlmannablær á kvenfólkið?«
Fjöldi myndhöggvara og vísindamanna gáfu þau svör,
sem vert er að veita athygli.
Patter myndhöggvari segir: »Amerískar konur eru nú á
tfmum mikið fremur mennilegar en fagrar — og miklu
fjær en áður forngrískum fegurðarfyrirmyndum.«
John W. Alexander, formanni dráttlistarháskóla ríkisins,
virðist að hinn s-hóflausi vöðvaþroski kvenna (sé fegurðar-
spjöll) misbjóði fegurðartilfinningunni, bendi á menningar-
skort og um leið þjóðarhættu.«
í. S. Woolf listamálari, sem málaði veggmyndir í frægri
turnbyggingu í Chicago, málaði meðal annars málverk af
burtreiðarsveit kvenna — notaði þá í fyrsta sinn sportkon-
ur sem fyrirmynd. Listamaðurinn benti á myndina, ypti
öxlum og mælti: »Pessar kvennamyndir þekkjast naumast
frá kalmannamyndum, en þær eru nákvæmlega réttar. Eg
játa hreinskilnislega, að mig furðaði í mesta máta á fyrir-
myndum þeim, sem komu á verkstæði mitt.«
Vafalaust mundu menn komast að sömu niðurstöðu um
hraustustu skíðameyjar í Noregi, sem klæðast einsog karl-
menn. Pað er að minsta kosti mjög fróðlegt að veita .því
athygli, hve lítill munur er á limaburði og viðmóti þeirra
og piltanna, sem eru félagar þeirrar í samkvæmislífinu uppi
í »skálunum« *, — »Peim eina stað, þar sem hægt er að
lifa einsog frjáls maður.«
Eftir þessu að dæma, skortir heimilin svo mjög inni-
leik, gleði og ánægju, að unga fólkið fer burtu til að »leika
* Unga fólkið úr bæjunum flytur sig upp í fjallahéruðin og býr þar í
skáluni, lengri eða skemmri tíma. ,