Réttur - 01.06.1915, Page 82
Auðsjafnaðarkenningar.
(Eftirfarandi kaflar eru ágrip úr erindum, fluttuin í >stúdentafélagi
háskóla íslands* síðastliðinn vetur.)
I.
Yfirlit Nítjánda öldin hefir jafnan verið talin lielzta menn-
ingar- og framfaraöld þjóðanna, óg það að mörgu
leyti með réttu.
Vísindin og verklegar framkvæmdir tóku þá feykilegum
stakkaskiftum og blómguðust mjög vel.
Aðalgrundvöllur og lyftistöng þessara framfara eru hin
verklegu vísindi og uppgötvanir, sem telja niá að héfjist í
lok 18. aldar með gufuvélinni og ýnisu í sambandi við
hana. Samhliða þessum uppfyndingum komu fram á hinu
andlega sviði ákveðnar stefnur og kenningar í þjóðmegnn-
arfræði. Verður þar helzt að nefna hinn fræga skotska rit-
höfund og þjóðmegunarfræðing Adam Smith.
Aðalrit hans Welth of Nation« — auður þjóðanna — er
á þessu sviði réttnefnd biblía 19. aldarinnar. Rauði þráður-
inn í kenningum hans er vinnan. Hana telur hann upp-
sprettu alls verðmætis og auðs þjóðfélaganna, og bendir
skýrt á þá hagsmuni, sem skifting vinnunnar hefir í för
með sér. Hann er ennfremur aðalfrumherji hinnar frjálsu
samkeppni í verzlun og atvinnuvegum. >■
Þessar stefnur ásamt uppgötvunum þeim, sem áður er á
vikið, ollu straumhvörfum í atvinnulífi og hag þjóðanna á
nítjándu öldinni.
Upp af þeim rís síóriðnaðurinn, sem fyrst ruddi sér til