Réttur - 01.06.1915, Page 85
- 91 -
Mun þetta hafa kynt undir skoðunum hans. Þeim hreyfði
hann fyrst í fyrirlestrum í verkamannafél. í San Fransiscó.
— Fyrsta og merkasta bók hans kom út rétt fyrir 1880.
Með titlinum Progress and pooverty—framför og fátækt—
°g leggur hann þar fram aðalkjarna kenningar sinnar. Bókin
var óðar þýdd á flest Norðurálfumál. Síðari hluta æfi sinnar
dvaldi hann í New York, reit þar megnið af ritum sínum
og safnaði þegar flokk manna utan um sig og skoðanir
sinar. Hann kastaði sér þegar út í hina pólitízku baráttu,
og tók eindreginu þátt i deilumálum dagsin§ þar í borg-
inni. Enda gaf hann loks kost á sér til borgarstjóra við
kosningar 1897 — til þess að tefla fram kenningum sínum
og vinna þeim fylgi. — Borgarstjórakosningarnar eru póli-
tísku flokkunum stór sigur þar í landi. — Kosningaundir-
búningurinn var afarheitur og fast sótt málið, jafnvel Soci-
alistar lögðust á móti George — keppendur héldu margar
ræður á dag — og H. G. var búinn að ná algerðum yfir-
tökum á hugum fjöldans og átti vísann sigur. — En rétt
áður en kosningarnar skyldu fram fara, fékk hann aðsvif
og dó. Hann hafði verið töluvert veiklaður áður en bar-
áttan hófst.
Nú ætla eg að gera grein fyrir skoðunum hans í fjórum
þáttum, eins og þær koma fram í hinum þrem aðalritum,
sem eftir hanri liggja — og þau eru auk þess sem áður
er nefnt — »Samfundsspörgsmaal og Beskyttelse eller Fri-
handel« *.
i>- . Fyrst er þá jafn réttur allra manna til jarðar og
^ ^ jarðarafnota. Aðalorsök neyðarinnar og auðsmis-
munar yfirleitt telur hann þá, að fjölda manna
er neitað um aðgang og afnot af aðalauðsuppsprettunni —
jörðinni; en það fari í sömu átt og að neita þeim um rétt
«1 að lifa. Jörðin — afnot hennar sé mönnum jafnnauð-
' Fessar bækur H. G. eru þýddar á dönsku, og gæiu margir alþýðu-
menn lesið þær á því máli. Engin þeirra hefir enn verið þýdd á ís-
lenzku.
A s.