Réttur - 01.06.1915, Side 93
- 99 -
auðkónga, sem haldi löghaldi á stórum fasteignum í landinu
o. s. frv. Þessvegna er svo létt að koma hér á landskatti,
þannig að það þarf ekki að valda snöggum biltingum í
þjóðfélagiuu, er Ieiði til óheppilegrar truflunar, og hann
hlýtur að koma mjög sanngjarnlega og jafnt niður á mönn-
um, sem jarðarumráð hafa.
Verði hér um verulega framtíð að ræða og framfarafyrir-
tæki, sem við vonum allir, þá kemur fljótt misræmi á, t. d.
ef járnbraut yrði lögð — og þarf ekki svo mikið til, — eftir-
spurnin ykist, verðið hækkaði á jörðum; stórbokkar, sem
ef til vill stæðu í sambandi við útlend auðfélög, næðu
eignarhaldi á jarðeignum og héldu í okurverði, án þess að
þurfa að gjalda í landsjó/J, móts við aðra landsmenn — því
tollarnir kæmu ekki niður á þeim, sem ekki búa í landinu,
né ábúðar og lausafjárskattur á þeim, sem eigi búa sjálfir
á jörðunum.
Þetta á að fyrirbyggja með landskatti eða verðhækkunar-
skatti, sem í eðli sínu er það sama. * Dæmi: Bóndi einn
býr á dálitlu koti, sem hann á og virt hefir verið á 2000
kr. það verð lagt til grundvallar við skattgreiðslu. Nú er
akbraut lögð frá höfn upp í sveit yfir jörð bónda, sveitar-
félagið ræðst í vatnsveitu fyrirtæki, sem styrkt er af land-
sjóði eða lánað fé til með góðum kjörum. Bóndi hefir átt
óræktarmýrarflæmi; sem nú verður frœgasta engi. Jörðin
margfaldast að verðgildi. Nágranni hans býður honum 6000
kr fyrir hana, bóndi vill sitja kyr. Áður hafði hann bú
mátulegt handa fjölskyldunni 2—3 kýr, eitthundrað fjár o.
s. frv. Nú getur liann eitt af tvennu, þrefaldað búið, eða
látið heyja upp engið og selt svo heyið til Reykjavíkur eða
* Á svæði því, sem talað er uni að leggja járnbraut austur i sýslur
eru margar jarðir lausar til kaups, eins og sjá má á auglýsingum
blöðunum. Og ýmsar jarðir að nokkru leyti í eyði (t. d. í Biskups-
tungunum). Kaupmenn og gróðabrallsmenn í Rvík og víðar, hafa
keypt sumar beztu jarðir á landinu fyrir sunnan og vestan, í Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslu og víðar. Þeir hafa verzlað þeim með
okurverði. Þetta getur gengið mikið lengra en orðið er.
Þ. S.
T