Réttur - 01.06.1915, Síða 95
- 101
og ennfremur að þegar éinn hefir getað selt svo dýrt,
miða aðrir jarðeigendur vérðið við hann.
Þessar þúsundir renna í vasa þeirra, sem voru svo heppn-
ir að eiga eða erfa. Landsjóður fær ekki neitt.
Aftur eru önnur dæmi við sjóinn. Útgerðarmenn og
gróðabrallsmenn hafa nú hreinar tekjur svo að skiftir mörg-
um tugum þ'úsunda kr. á ári, af fiski- og síldarverzlun.
— Norðmenn nota hér land og hafnir til þess að ausa
þar upp síldinni úr sjónum. Peir raka saman mörgum
miljónum króna, án þess að greiða fyrir það annað en
venjulegt útflutningsgjald — eins og landsmenn sjálfir.
Landsjóður tekur engan eyri af þeim í leigu fyrir landið.
Auk þess draga þeir óbeinlínis geysimikið frá öðrum at-
vinnuvegum hér, með því að smala fólkinu úr sveitunum
yfir heyskapartímann, og gera bændum ómögulegt að reka
bú sín. — Væri það nú mjög ósanngjarnt, að landið tæki
dálítinn lóðaskatt af Norðmönnum á Siglufirði? Hvað sýn-
ist mönnum? Þesskonar hugsanir virðast ekki ónáða þing-
ménnina okkar.
— — Tollarnir eru líka voðalegt vopn á þessum tímum,
í höndum sumra kaupmanna, sem nota sér að leggja ríf-
lega á fyrir honum; þegar vörur eru svona dýrar eins og
nú og verðið óstöðugt. Til eru þau dæmi, að kaupmaður
liggur með hálf fult hús af nauðsynjavörutegundum, sem
hann lætur ekki af hendi þó skortur sé og um það beðið,
heldur bíður frétta um meiri hækkun á verðinu erlendis,
til þess að leggja á þá vöru, sem hann liggur með. Honum
tekst líka furðanlega vel að komast fram hjá landsjóði með
þennan gróða.
Mig furðar mjög á að . þjóðmálamenn og yfirleitt aliir
hugsandi menn skuli sofa og þeyja yfir þessu öllu saman.
Hér þykir það hæfa að auka enn meir byrði þurrabúð-
armannsins og verkamannsins, með tollum og vörutolli.
Hver þeirra greiðir jafnmikið af þeim í landsjóð og stór-
kaupmaðurinn. Báðir þurfa að neyta jafn mikils af kaffi,
sykri og annari tollskyldri nauðsynjavöru.
Nú mega efnamennirnir í höfuðstaðnum og öðrum kaup-