Réttur - 01.06.1915, Page 99
105 -
fram, sem fer í bág við þær kenningar, sem okkar núver-
andi félagsskipulag hefir tilbúið sér og börnum sínum.
Pað verður að leita eldsins annarstaðar.
Vonanni er, að þeir núverandi skólamenn, og alþýðumenn
— allir ungmennafélagar — verði samferða í leit eftir þess-
um e!di, óg flytji þjóðinni viðreisnarmeðulin.
(Meira.)
Pórólfur Sigurdsson,
* *
*
Aths.:
Þetta fjárhagstímabil eru tekjur landssjóðs of rýrar til að
fullnægja brýnustu fyrirtækjum, og síðasta þing skildi við
fjárlögin með allmiklum tekjuhalla. En á hinn bóginn er
gjaldþol þjóðarinnar í heild svo mikið þetta ár, að það
hefir ef til vill aldrei verið eins.
Útfluttar vörur í Eyjafjarðarsýslu nema að verðhæð jafn-
miklu og það, sem sum undanfarin ár hefir fluzt út af
öllu landinu, ca. lö milj. kr. Þingið hefði sjálfsagt vel get-
að staðið við það að vera snarráðara með verðhækkunar-
skattinn á hendur síldarkongunum. Þá hefði mátt brúa
Eyjafjarðará með þeim skatti — án þess að þeir gjaldend-
ur væri órétti beittir eða fyndi mjög til þess.
A 5.