Réttur - 01.06.1915, Qupperneq 102
108 -
mergðin — það er að skilja of mikil mannfjölgun, því réttu
orsakirnar eru: mótspyrna jarðeigenda gegn því að fólkið
fái lóðir og jarðir til að lifa á, og nýlendupólitíkin, sem
hefir fyrir mark og mið að tryggja sérréttindi hinna ráð-
andi stétta í því landi, sem á nýlenduna, ná undir sig auð-
stofnum, og auðgast á verzlunarsambandi við nýlendurnar.
Önnur villukenningin er sú: Að hverri þjóð sé stór hag-
ur að verndartollum, þeir eiga að vera til þess á yfirborð-
inu, en eru í sannleika einokunar-samtök til að vernda stór-
iðnaðinn og auðugustu landeigendur.
Pað verður að nema burtu verndartollana til þess að
friður geti orðið varanlegur með þjóðunum, og almenningi
opnast aðgangur að auðsuppsprettunum.
Ef þetta kemst ekki í framkvæmd, getur almenningur
eigi lifað sómasamlegu lífi í landinu — það er grundvöll-
ur auðsældar og ánægju fjöldans og friðar við aðrar þjóðir.
Fyrir þessu barðist Henry Oeorge, það var grundvöllur
hans, og vér megum öruggir halda áfram þeirri baráttu,
því hann er iangmesti djúphyggjumaður í þjóðmegunar-
fræði á síðustu öldum, og ef að Norðurálfuþjóðirnar hefðu
farið eftir kenningum hans í tíma, er enginn vafi á því að
áhrifamestu orsökum til stríðsins hefði verið rutt vegi.«
Rödd úr Vesturheimi.
Jóseph Dana Miller, ritstjóri »Single Tax Review« íAme-
ríku — ritaði nýlega grein, sem er yfirlit yfir landskatts-
hreyfinguna í Vesturheimi. Rar segir hann meðal annars
þetta:
»Framsókn hreyfingarinnar — hinar látlausu og ákveðnu
landskattskröfur, hafa aldrei áður mátt sín jafn mikils og
nú, eða haft jafn skýr og ómótstæðileg áhrif á almennings-
álitið í landinu. Eigi svo að skilja að það sé nú þegar
fengin fullkomin ástæða til að búast við því, að kröfur