Réttur - 01.06.1915, Page 103
109
vorar nái fljótt þeim sigri að málið komist í framkvæmd
í landinu.
En hver sá, sem athugar þá ríkjandi óánægju, skilur
það”glögt, að nú er loks farið að spyrja, og leita í ákafa
að leiðum út úr völundarhúsinu.
Og spurningum þeim, sem koma frá hærri stöðum fjölg-
ar óðum.
Þögnin og hin vanalegu ytirborðs svör, duga nú ekki
lengur. Sú skoðun er nú stöðugt að tapa sér, og ganga
úr gildi, að fátæktin sé sprotlin af dygðaskorti, óþolinmæði,
eða jafnvel erfðasynd.
Margar miljónir manna, sem áður gerðu sig ánægða með
kenningu Samuel Smile’s, um »Iðni« og »eigin hjálp«, sem
svar gegn þessu alheims-vandræðamáli — örbyrgðinni —
þeir líta nú svo á að hún sé sprottin af óheppilegu þjóð-
félagsskipulagi.*
P. S.
«