Réttur


Réttur - 01.07.1917, Síða 58

Réttur - 01.07.1917, Síða 58
60 Réttur um hjá alþjóð manna og hafi gegnsýrandi áhrif á alla hagsmuni og viðskiftalíf þjóðarinnar. Annað mál er það, að orkað getur tvímælis á hvern hátt þessi skattabreyting eigi að framkvæmast. Fyrir mitt leyti er ég ekki í neinum vafa um, að sjálfsagt sé og heppilegast að láta skattinn (leiguprósentuna) vera lágan í fyrstu, en fara svo smáhækkandi á alllöngum tíma, þar til fullri leigu nemur, miðað við almenna innlánsrentu peninga. Auk þess sem sú aðferð fellur betur við al- menna framþróun, kemur hún vægar við þá einstaklinga, sem miðað við núgildandi landeignahugmyndir þykjast verða hart úti við skattabreytinguna eða eru nýlega bún- ir að leggja eign sína í skattskylt land. Á meðan leigan nær ekki hámarki sínu, eða ef það, mót vonum, kemur í Ijós, að hún hrekkur ekki þá fyrir gjöldunum, yrði auðvitað að halda ýmsum öðrum skött- um, eða breyta til þeim skattstofnum öðrum, sem fyrir hendi eru, og liggur þá næst að benda á skattþol og skattskyldu ýmsra stórra atvinnurekenda, einkum við sjávarútveg, sem eins og áður er fram tekið er ekki að fullu fram komin í landverðinu meðan útvegsstöðvar eru ekki uppteknar. Með núgildandi skattaskipulagi bera þeir tillölulega litlar álögur frá hvaða sjónarmiði sem á er horft, en þar sem annarsstaðar þarf sú réttlætisregla að gilda, að opinberu gjöldin sé greidd í réttu hlutfalli við þau afnot og forréttindi, sem hver einstakur nýtur af alménnum auðsuppsprettum og vaxandi framförum. Með þá algildu grundvallarreglu fyrir augum á slík skatta- breyting eins vel við hér í framtíðinni eins og hvar ann- arsstaðar. Það er mörgum þyrnir í augum, að hér verði svo erf- itt með 'mat á landi, en um það atriði er rætt í íyrri hluta þessarar greinar og skal vísað til þess, með þeirri útskýringu að það mun koma fram, að sú sundurgrein- ing fasteignanna við matið, sem slík skattabreyting krefst, mun létta matsstarfið, er frá líður. Nú er að bíða þess

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.