Réttur - 01.07.1917, Blaðsíða 31
33
Nýir straumar
varið til að styrkja frumbýlinga og nýbýli. Þeir munu
krefjast þess að landið sjái landbúnaðinum fyrir lánsfé
með góðum kjörum; að það styðji hin stærri ræktunar-
fýrirtæki og styrki stofnun sjálýstœðra bændabýla með
lögum og lánsfé,' og geri fátækum mönnum auðveldara
að ná í land.
Sjávarútvegurinn er aðallega bundinn við bæjarfélögin,
sem eru miklu sjálfstæðari en sveitirnar gagnvart lands-
stjórninni. Þar mun baráttan milli auðvalds og vinnu
verða hörðust, en meir verða háð innbyrðis í bæjarmál-
um heldur en á sjálfu þjóðmálasviðinu. En þó mun hún
einnig ná þangað, einkum í gegnum skattamál og almenn
mannréttindi. — Loks munu samvinnumenn berjast öt-
ullega fyrir aukinni og endurbættri alþýðufrœðslu; og því
að skólamentunin fái sannarlegt lífsgildi, en síður auka
bytlingafé eða fjölga »grískudósentum«.
* *
*
Eg hefi tiú hér að framan bent á hina nýju strauma
samúðarstefnunnar, sem að landinu hafa borist á nýju
öldinni. Mér er það Ijóst, að þeir hafa náð miklum tök-
um á þjóðinni, einkum hinum yngri mönnum. Og hér
hlýtur að verða orusta háð milli hins gamla og nýja.
Saga nítjándu aldarinnar var sagan um baráttu einstakl-
ingsfrelsis og löghafta einkavalds og þjóðeinkaréttinda
og frjálsrar samvinnu.
Saga tuttugustu aldarinnar verður sagan um baráttu ein-
staklingshyggju og^ félagshyggju, — barátta milli vana-
bundnar samkepni og frjálsrar samvinnu, auðvalds og
lýðvalds. Okkur íslendingum mun fara þar líkt nágranna-
þjóðunum.
Eg óska ekki kyrviðris í þjóðlífinu. En eg óska þess,
að það verði sönn barátta um málefni, milli ólíkra lífs-
skoðana, en eigi úlfúðarfullur valdakritur. Og báðar stefn-
3