Réttur - 01.07.1917, Blaðsíða 61
Jarðarleiga og leignliðakjör 63
rétt og gjaldið, sem þeir borguðu fyrir réttinn, var jarð-
arleigan eða landsskuldin.
Síðan hafa ávalt verið leiguliðar og sjálfseignarbændur
hér á landi, en hlutfallið milli þeirra hefir verið misjafnt
á ýmsum tímum.
í fyrstu hafa sjálfseignarbændurnir vafalaust verið fleiri,
en eftir því sem bygðin óx, óx fjöldi leiguliðanna, og
fljótt hafa þeir orðið jafn fjölmennir óðalsbændunum.
Pegar kemur fram á 12. öldina, eru leiguliðarnir síst
færri og úr því fer þeim að hríðfjölga, og gerði það
bæði, að auður safnaðist á hendur einstakra manna, og
að kirkjan fór að eignast margar jarðir.
Á 14. og 15. öld er víst kringum 3A hluti af ölium
bændurn landsins leiguliðar og á 16. öldinni síst minna.
Á allra síðustu árunum hefir verið gert alt, sem því
opinbera hefur dottið í hug til þess að fjölga tölu þeirra,
sem gætu-borið sjálfseignarnafnið (þó ekki væri nema
að nafninu), en árangur allra þeirra gerða er sá, að af
landsins 6034 bændum eru um 3773 leiguliðar.
Jarðarafgjald og leiguliðakjör eru tvent, sem ilt er að
aðskilja. Petta er eðlilegt, því kjör leiguliða velta mjög á
því, hvert jarðarafgjaldið er. En jarðarleiga hjer á landi
hefur verið mjög mishá á ýmsum tímum, og á sama
tíma hafa þráfaldlega tvær jafn góðar jarðir verið leigðar
misdýrt. I3etta sést af eftirfarandi skýrslu, er sýnir jarð-
arleigu hundrað jarða á ýmsum tímum: