Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 4
4
RÉTTUR
orðum: vopnun íslendinga til að berjast við íslendinga, ef aftur-
haldsstjórn þótti verkamenn og aðrir búkarlar gerast svo digrir
að vilja ráða því í landi sínu, sem auðvaldi finnst að það eitt
eigi að ráða. — Rök auðvaldsins fyrir vopnuðum ríkisher gegn
íslenzkri alþýðu, eru þau að það þurfi að gera ríkisvaldið sterk-
ara, til þess að hafa í fullu tré við verkamenn í verkfalli. Auð-
valdið svíður undan ósigrinum 1955, er verkalýðurinn bar hærri
hlut yfir því í friðsamlegri viðureign, og heimtar því vopn sér til
handa undir því yfirskyni að styrkja ríkisvaldið og „verja landið",
ásamt hinu ameríska hernámsliði, gráu fyrir járnum. Eftir ósig-
urinn 1955 treysti harðsvíraðasti hluti auðmannastéttarinnar sér
ekki til þess að stjórna landinu, undiroka verkalýðinn að nýju,
nema skapa sér vopnaðan stéttarher, fullkomna ríkisvaldið sem
kúgunarvald með slíku gerræði, er leiða myndi meiri ógæfu yfir
íslenzka þjóð en nokkur pólitísk aðgerð yfirstéttarinnar á Islandi
fyrr og síðar.
Þessari óheillaþróun allri er verkalýðshreyfingin að afstýra með
vinstri stjórn og framkvæmd hennar stefnu. Og það verður ekki
ofmetið af þeim, sem þekkja og vita, hve mjóu oft munar í sög-
unni um hverja stefnu atburðaþróunin tekur. En hitt verður að
muna að engin stjórn og engir flokkar lifa pólitískt á því að dómi
fjöldans að afstýra illum hlut. Það er aðeins eftir hinum jákvæðu
— eða neikvæðu — framkvæmdum, sem pólitískir flokkar og
stjórnir dæmast, hversu rétt sem forustumenn þeir, sem þróun-
inni hafa ráðið, hafa fyrir sér, er þeir telja sig hafa bjargað þjóð
sinni frá illum örlögum.
Með myndun vinstri stjórnarinnar skapast hinsvegar verka-
lýðshreyfingunni grundvöllur til sóknar fyrir hagsmunum alþýð-
unnar og hugsjónum, fyrst og fremst á þrem sviðum:
Á sviði atvinnulífsins, með því að tryggja næga atvinnu með
öflun nýrra atvinnutækja, ekki sízt togara, í stórum stíl. En aft-
urhaldið hafði undanfarin 8 ár vanrækt að undirbyggja sjálfstæði
íslenzks atvinnulífs með slíkum ráðstöfunum. Afturhaldið hafði