Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 71
RÉTTUR
71
á slíka andstöðu við Stalín sem beina ógnun við einingu flokksins
og allrar þjóðarinnar á hættulegum tímum, með fjandsamleg,
ógnandi auðvaldsríki allt um kring. Jafnframt er minnt á það, að
sumt af því, sem nú sé lýðum ljóst, hafi ekki komið fram fyrr en
farið var að rannsaka feril Bería og kumpána hans í öryggislög-
reglunni eftir dauða Stalíns.
I ályktun þeirri, sem hér um ræðir, eru enn tilhneigingar til
og glöp eigi rætur sínar að rekja til þjóðskipulagsins. Foringi
ítalska kommúnistaflokksins, Togliatti, hafði varpað fram þeirri
spurningu hvort þessir atburðir bentu ekki til ákveðinna úrkynj-
unarfyrirbæra í skipulagi Sovétríkjanna. Þeirri spurningu er vísað
á bug sem algerlega ástæðulausri.
Þessi ályktun er góð svo langt sem hún nær og þar er að finna
margar góðar skýringar á aðstæðunum í Sovétríkjunum á því
tímabili, sem um er fjallað. En mér virðist hún ófullnægjandi.
Hér er um að ræða heilt sögulegt tímabil, stórbrotið í árangri
sínum, en einnig stórbrotið í misfellum sínum. Og hvernig var
annars að vænta, þegar sagan fer slíkum hamförum, þegar fram
fer hin „róttækasta rifting sögunnar á hinni fornu eignahags-
skipun ', svo notuð séu orð Kommúnistaávarpsins. A þróunar-
ferli slíkrar byltingar hljóta jafnframt að fara fram hin skörpustu
skil við hinn forna hugmyndaheim. Áður höfðu menn ekki við
aðra reynzlu að styðjast en reynzlu stéttaþjóðfclagsins og út frá
lögmálum þess urðu brautryðjendur hins vísindalega sósíalisma
að álykta um það, sem koma skyldi. Engum var ljósara en þeim,
að um þróunarferilinn að loknum sigri verkalýðsstéttarinnar var
ekki hægt að álykta nema í mjög stórum dráttum. Nú hafa menn
öðlazt reynslu um tímabil umskiptanna frá kapítalisma til sósíal-
isma og þróunina á fyrsta skeiði sósíalismans í einu landi. Og
nú er verkefnið að rannsaka þetta tímaþil og lögmál þess í ljósi
hinna marxísku vísinda. Það verður mikið og margþætt vís-
indalegt brautryðjendastarf, sem að vísu hefur farið fram jafn-
framt framkvæmdinni, en er þó enn í molum eins og jafnan er