Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 18
18
RÉTTUR
þess lands með því að halda borgarastéttinni og framfaraöflunum
niðri á 17. öld, þegar hollenzk og ensk borgarastétt ruddi fram-
förunum í sínum löndum braut með byltingum og borgarastyrj-
öldum undir merki mótmælendatrúar. Og rökrétt afleiðing af
vaxandi völdum hálf- og alfasistískra herforingjaklíkna í þessum
löndum — eins og þeirrar, sem nú hefur á nýjan leik eflst til
áhrifa í Vestur-Þýzkalandi — væri sú að slíkir glæframenn kæmu
af stað kjarnorkustyrjöld, er samkvæmt upplýsingum sjálfra þeirra
myndi kosta 120 milljónir Vestur-Evrópumanna lífið eða helm-
ing íbúanna, auk gereyðingar landanna. — Oll þessi öfugþróun
væri því vísasti vegurinn til „Untergangs des Abendlandes," —
falls Vesturlanda, — og jafnvel enn ægilegri eyðing heimsbyggð-
arinnar gæti af því hlotizt.
Það leiðir hinsvegar af sjálfu sér, að meðan sú ógn vofir yfir
að gamlir Hitlershershöfðingjar Atlantshafsbandalagsins geti
hleypt kjarnorkustríði af stað með því að styðja á hnapp, þá
mun raunsæjum stjórnmálamönnum sósíalistísku landanna þykja
öruggast að vera við því búnir að geta molað hersveitir Hitlers-
herforingjanna á skemmri tíma en þeir gerðu 1941—45, svo að
slíkum glæframönnum takist ekki að eyða mannfólkinu og eitra
allt andrúmsloft, áður en þeir yrðu þurrkaðir út. En vísustu og
beztu menn hafa nú þegar varað við hvað slík kjarnorkustyrjöld
getur kostað mannkynið.
Þá er hinn möguleikinn. Hann er sá, að alþýða þessa vestur-
helmings Evrópu taki meir og meir höndum saman, innan hvers
lands og milli landanna, að verkalýðshreyfing þessara landa sam-
einist. Og til þess svo megi verða þurfa verkalýðsforingjar þess-
ara landa að ræða saman þessi vandamál, menn eins og Bevan
og Duclos, Togliatti og Gerhardsen, — stórir og smáir verka-
lýðsflokkar, sósíaldemókratar og kommúnistar. Þessir verkalýðs-
fulltrúar vesturhlutans þurfa síðan að geta rætt við forustumenn
verkalýðsins í sósíalistísku ríkjunum, Ollenhauer við Ulbricht,
Gomulka við Gaitskill o. s. frv. Slíkar viðræður um vandamálin