Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 112
112
BÉTTUR
skifti Sovétríkjanna í Ungverjalandi voru mjög ill nauðsyn eins
og ástatt var í heiminum. Hér reið á einhug allra sósíalista og
raunar allra friðarvina, sem sáu og skildu hinn ófrýnilega veru-
leika og þær hættur, sem yfir vofðu. Hér var nauðsynlegt að eng-
inn skærist úr leik, að allir sem höfðu skilyrði til að vita um
rétta málavexti legðust á eitt með að skýra þá fyrir almenningi.
Sannleikurinn þurfti hér á öllum þeim liðsafla að halda, sem
kostur var á.
Islenzkir sósíalistar hafa oftast gætt þess, að fella ekki stóra-
dóma um erlenda viðburði á meðan ekki voru fullnægjandi for-
sendur fyrir hendi. Mættu ýmsir aðrir sósíalistaflokkar og komm-
únistaflokkar taka sér það til fyrirmyndar. Það var á sínum tíma
reynt að kljúfa flokkinn af því að miðstjórn hans neitaði að taka
afstöðu með Finnum í fyrra stríði þeirra við Rússa. Mörgum þeim,
sem að þeirri aðför stóðu, finnst hún nú vafalaust ærið hláleg.
Við neituðum einnig að fella dóm í deilunni milli júgóslavneska
kommúnistaflokksins og annarra kommúnistaflokka, enda þótt
ekki væri sparað að ögra okkur til þess. I Ungverjalandsgaldr-
inum samþykkti Sósíalistaflokkurinn enga yfirlýsingu. En stjórn
Alþýðubandalagsins birti yfirlýsingu, þar sem íhlutun Sovéthersins
í Ungverjalandi var fordæmd ásamt árás Breta og Frakka á Egypta-
land. Eg tel þetta miður farið. Að vísu var hér úr vöndu að ráða
og eðlilegt að skoðanir manna væru skiptar meðan hlutlægar
upplýsingar voru mjög af skornum skamti. En að mínu áliti var
því meiri ástæða til að fara varlega í dómum.
Þá kemur spurningin: Var þetta ekki nauðsynleg og rétt „bar-
áttuaðferð1' vegna innanlandsástæðna? Til eru þeir menn, sem
þannig spyrja, jafnvel sósíalistar, enda þótt þeir. hafi aðra skoðun
á sjálfu málefninu, en þeir sem hlut áttu að samþykkt yfirlýsing-
arinnar. Það er gamla spurningin um réttmæti hentistefnunnar.
í bví sambandi er hollt að rifja upp orð Engels í bréfi til Kautskys
árið 1891:
„Það má vel vera að gleymskan á höfuðsjónarmiðum vegna