Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 99
RETTUR
99
ingar og mikilvægar stöðvar. 28. október fyrirskipaði ríkisstjórn-
in að hætta bardögum í trausti þess að uppreisnarmenn legðu
niður vopn og þess var óskað að sovétsveitirnar yfirgæfu Búda-
pest, og það gerðu þær. í samningum við ríkisstjórnina höfðu
foringjar uppreisnarmanna lofað að afhenda vopnin og var nú
skorað á allan almenning að láta vopn sín af hendi. Niðurstaðan
varð sú, að þeir sem hollir voru stjórninni og byltingunni afhentu
vopn sín, meðan gagnbyltingarmenn héldu áfram að afla sér
vopnabirgða og skipulögðu nýjar vopnaðar sveitir. Gagnbylting-
armenn hófu nú nýja atlögu og brátt mátti heita, að þeir réðu
lögum og lofum í Búdapest og víðar. Ríkisstjórnin var eins og
fangi og algert úrræðaleysi einkenndi alla framkomu hennar.
Helzta verk hennar virtist vera að taka á móti nefndum og gefa
loforð um að verða við hinum sundurleitustu kröfum. Athyglis-
vert var, að mjög voru settar á oddinn kröfur um ráðstafanir, er
tryggt gætu uppreisnarmönnum hernaðarlegt einræði í landinu,
svo sem tafarlaus brottflutningur sovéthersveitanna úr Ungverja-
landi, upplausn öryggislögreglunnar og endurskipulagning hers-
ins. Sömuleiðis að vinstri mönnum yrði vikið úr valdastöðum og
stjórnin endurskipulögð í þeim tilgangi. Allt var þetta borið fram
undir því yfirskini, að losa þyrfti þjóðina við arf Rakositímabils-
ins. Nagy hafði varla við að samþykkja kröfur þeirra. Fjórar rík-
isstjórnir voru myndaðar undir forsæti hans og var hver ný stjórn
lengra til hægri, en sú, sem á undan fór. I síðustu stjórninni voru
fáir eftir af fulltrúum vinstri manna. Einn þekktasti foringi upp-
reisnarmanna, Pal Maleter, varð landvarnaráðherra. Einn ráð-
herrann í síðustu stjórn Nagys var Istvan Bibo. í frétt frá banda-
rísku fréttastofunni United Press, sem birt var í mörgum vest-
rænum blöðum, er frá því skýrt, að hann hafi snúið sér til banda-
ríska sendiráðsins í Búdapest og beðið um aðstoð og vopnaða
íhlutun Yesturveldanna. Er vitnað í bréf hans til sendiráðsins á
þessa leið: