Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 61
RÉTTUR
61
hvað líkt hjá hinum óteljancli tónskáldum alþýðuskopleiksins í
Vín, — aðeins ekki svona vel gert. Ef eitthvað af þessum lögum
var þá ekki kunnugt fyrir daga Mózarts.
í söngvum drottningar næturinnar rísa andstæðurnar hæst. Ef-
laust hefur Mózart hugsað sitt af hverju er hann lagði einmitt
þessari vondu persónu í munn aríu í stíl hinnar alvarlegu ítölsku
óperu. Því svo illa sem þetta venjubundna form var fallið til að
túlka manneskjur af holdi og blóði með sannar tilfinningar, svo
ágætlega hlaut það að svara lyndiseinkunn drottningar nætur-
innar, kaldlyndi hennar og valdagræðgi. Áheydendur Mózarts
þurftu ekki að hafa þekkingu á söguþróun til þess að finna, að
glitrandi skrautsöngkveðjur drottningarinnar eru tjáning hins
kaldrifjaða og útsmogna hugarfars.
Handa Sarastro sínum valdi Mózart stíltegund, sem ekki átti
neina fyrirmynd, nema ef vera skyldi í frímúraratónsmíðum hans
sjálfs: Sarastro ber uppi mannúðarhugsjón verksins. Og Mózart
samdi fyrir hann, einkum í hinni frægu aríu „In diesen heiligen
Hallen,” stíl, sem í einfaldleik sínum, alvöru og mannúð á ekki
jafnoka sinn í óperubókmenntunum. Mózart leitaði ekki þessa
nýja tóns í aukinni fjölbreytni. Hann þurfti ekki til þess neina
áður óþekkta samhljóma eða form. Þvert á móti. Með undraverð-
um einfaldleika, í sem nánustum tengslum við þjóðlagið, með
því að hafna hinu flókna og ofhlaðna — í stuttu máli: með yfir-
burðum einfaldleikans skapar Mózart töfrafegurð þessa lags.
En einnig hið flókna skipar sitt rúm í Töfraflautunni. Til þess
að gefa verkinu heildarmynd og til þess að vekja athygli á mikil-
vægum boðskap þess, slær Mózart á streng í inngangi óperunnar,
sem áreiðanlega hafði ekki fyrr hljómað í úthverfisleikhúsi: Hann
beitir tækni fúgunnar. Einnig á öðrum stað í Töfraflautunni notar
Mózart flókið form. Atriði hinna tveggja hermanna er unnin
eins og kóralfantasia með mjög flókinni raddfærslu sem snið-
gengur ekki hljóma. Hér er hámarki leiksins náð og einnig hinir
„fáfróðu" munu hrífast af hinni hátíðlegu alvöru.