Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 7
RÉTTUR
7
íhaldið sér ljóst, þess vegna hamrar það látlaust með áróðurshamri
sínum á þessum kletti.
Þessvegna er líka allt samstarf Alþýðuflokksmanna í verkalýðs-
hreyfingunni við íhaldsforkólfana eigi aðeins fjörráð við verka-
lýðshreyfinguna, heldur og banaráð brugguð vinstri stjórninni og
stefnu hennar allri. Og þessvegna er slíkt samstarf einnig þrauta-
lending íhaldsins.
Verkalýðurinn þarf að ná órofa samstarfi við bændur Jands-
ins. Síðan sexmannanefndarsamkomulagið var gert 1943, hafa
hagsmunir þessara stétta verið samræmdir. Það er nauðsynlegt að
tryggja vel hagsmuni bænda, einkum smærri og meðalbænda, en
það er jafnframt nauðsynlegt að skipuleggja fjárfestingu í dreif-
býli landsins þannig að ætíð sé varið miklu fé í að efla útflutn-
ingsatvinnuvegina, því öll lífskjör alþýðunnar í landinu byggjast
á því að það sé ekki vanrækt, eins gert var á tímabilinu 1949
—56.
Samstarf verkalýðs og útvegsmanna er og bráðnauðsynlegt, til
þess að tryggja eflingu sjávarútvegsins og til þess að létta af
þeirri atvinnugrein meir og meir þeim óhóflega þunga, sem mikill
gróði olíuhringa, fiskhringa, banka og lieildsala hafa verið á und-
anförnum árum.
Þá er það og skilyrði allri vinstri stefnu vinnandi stétta til fram-
dráttar að reynt sé að ná góðu samstarfi við millistéttir bæjanna,
smákaupmenn, iðnrekendur og aðra, sem efla vilja heilbrigt ís-
lenzkt atvinnulíf. Baráttu vinstri stjórnar þarf, ef vel á að fara, að
einbeita gegn einokunarauðvaldinu í þjóðfélaginu og þeim óhóf-
lega gróða, sem það hefur sölsað undir sig á undanförnum árum.
Allir þeir, sem sýna af sér heilbrigt framtak og hug til þess að
efla framfarir með þjóðinni, þurfa að finna, að þeir eiga hauk í
horni, þar sem vinstri stjórn er. En allir þeir, sem ætla að mata
krókinn á forréttindaaðstöðu einni saman, þurfa að finna, að slíkt
tekst ekki lengur.