Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 16
16
RÉTTDR
vinnuhreyfingarinnar, sem fyrir og eftir aldamótin fengu kúgaða
verkamenn og arðrænda bændur til að rétta úr bognum bökunum,
finna til manngildis síns og taka höndum saman til þess að gera
hinar kúguðu stéttir voldugar og sterkar. Það var sá boðskap-
✓
ur, er Þorsteinn Erlingsson og Stephan G. Stephansson fiuttu Is-
lendingum í skáldskap sínum og ævistarfi, þær hugsjónir um bróð-
urlegt samfélag mannanna, sem brautryðjendur verkalýðs og sam-
vinnuhreyfinganna dreymdi um, er þeir lýstu fólkinu fram á
leiðina, til þess að gera þá fögru hugsjón að veruleika, er tryggði
örugga afkomu, frelsi og fagurt mannlíf öllum vinnandi stétttum.
Það er hugsjón sósíalismans, íklædd krafti alþýðunnar, er að-
hylltist hana, sem unnið hefur þau stórvirki, sem gerbreytt hafa
lífskjörum verkalýðsins fyrir baráttu hans sjálfs á síðustu áratugum.
Það er sjálf framkvæmd sósíalismans, jafnaðarstefnunnar, sam-
vinnu og samhjálpar-hugsjónarinnar, — hugsjóna Marx og Eng-
els, draumsjóna Roberts Owens og Krapotkins, — sem er verk-
efni íslenzkrar þjóðar á næstu áratugum, ef frelsi og framfarir
eiga að eflast, lífskjör alþýðu að batna — framkvæmd sósíalism-
ans miðuð við sögulega og þjóðlega erfð vora og aðstæður í landi
voru.
Með stóreflingu sjávarútvegsins, þjóðnýttri stóriðju, eflingu
heilbrigðrar samvinnuhreyfingar, öruggum mörkuðum og áætl-
unarbúskap í alþjóðar þágu er skapaður efnahagslegur möguleiki
fyrir sósíalismanum. Til þess að skapa hinar pólitísku forsendur
þarf sú vinstri stjórn, sem alþýðustéttirnar nú styðja, meir og meir
að verða að raunverulegri alþýðustjórn á Islandi.
Eftir að hin pólitísku samtök íslenzkrar verkalýðshreyfingar
hafa tekið höndum saman í ríkisstjórn, ætti að vera mikill mögu-
leiki á að ná á næstunni samkomulagi um stórhuga og fram-
sækna stefnu verkalýðshreyfingarinnar í innanlandsmálum, er
tryggi bandalag verkalýðsins við aðrar alþýðustéttir og öll fram-
faraöfl.
Þá er eftir hið mikla vandaverk að ná smámsaman samkomulagi
i