Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 109
RÉTTUR
109
Esterhasy greifi kom fram á sjónarsviðið. Gósseigendur tóku að
krefjast fyrri landeigna sinna af bændum. Meirihluti ungverskrar
alþýðu vildi áreiðanlega leggja mikið í sölurnar til þess að koma
í veg fyrir valdatöku fasismans. En þegar hún tók að átta sig,
var það um seinan. Einmitt þessvegna þurfti hún á aðstoð sovét-
hersins að halda. Og einmitt þessvegna var skylt að veita hana
jafnt fyrir það, þó að mikill fjöldi heiðarlegs alþýðufólks skyldi
enn ekki nauðsyn þess.
Þegar sósíalistar krefjast þess, að það skuli vera algild megin-
regla að sósíaliskt ríki megi ekki veita verkalýðsstétt annars lands
hernaðaraðstoð hvernig sem á stendur, þá er annað tveggja, að
þeir loka augunum fyrir raunveruleika þessarar veraldar, eða hið
raunverulega inntak kröfunnar er, að eftirfarandi siðaregla skuli
gilda í heiminum: Auðvaldið skal hafa leyfi til að hafa alþjóðlega
samvinnu um gagnkvæma hernaðaraðstoð til þess að koma í veg
fyrir valdatöku alþýðunnar hvar sem er á hnettinum. Hinsvegar
skal sósíalistum bönnuð slík alþjóðleg samvinna gegn auðvaldi
og fasisma af siðferðisástæðum, vegna þess að það stríði á móti
meginreglum sósíalismans. Að vísu skal jafnan mótmæla hern-
aðaríhlutun, hver sem í hlut á, en enginn ætlast til þess að auð-
valdsríki taki mark á slíkum mótmælum.
Eins og ástandið er nú í heiminum mundi þetta þýða, að sós-
íalistar ættu að sætta sig við að auðvaldið skuli drottna í öllum
löndum, sem armur auðvaldsstórveldanna nær til, meðan eitt-
hvert þessara stórvelda hefur afl til hernaðaraðstoðar og íhlutun-
ar. Enda þótt mikill meirihluti þjóðar hefði snúizt á sveif með
sósíalistum, skyldi auðvaldið samt sem áður drottna, meðan fá-
mennur minnihluti hefur nægan vopnabúnað til þess að stjórna
með hervaldi í skjóli þess, að heimsvaldasinnar hafa frjálsar hend-
ur, en sósíalistar hafa bundið hendur sínar með algildum siða-
boðorðum. Með öðrum orðum: Það er kenningin um algera og
skilyrðislausa uppgjöf fyrir auðvaldi og fasisma, hvað sem líður
alþjóðlegum styrkleikahlutföllum.