Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 58
58
RÉTTUR
þjóðlög þjóðar hans. Sérkenni austurrískrar alþýðutónlistar eru
mest áberandi einkennin í tónmáli hans. Þau ríkja ekki aðeins í
menúettum, dansmúsík og hinum léttari danskynjuðu þáttum
divertimenta, cassationa og í fyrstu sinfóníum hans, heldur móta
þau í ríkum mæli byggingu allra verka hans. Hér er tækifæri til
að svara einni spurningu sem varpað hefur verið fram, vegna þess
að Mózart kallar sig „Teutscher" og leggur áherzlu á það. Þýzkir
og einnig austurrískir höfundar hafa til þessa dags fylgt honum í
þessu. Málið er auðskýrt: Það sem Mózart átti við með orðinu
„teutsch" var alls ekki það sama og hugtakið Þýzk þjóð eins og
við skiljum það nú. Þetta sannast m. a. á því að Mózart gat vel
sameinað það tvennt að telja sig Þjóðverja, en afneita Prússurn
mjög eindregið. Eins og hann t. d. segir í bréfi til föður síns 31.
júlí 1778, meðan stóð á erfðastríðinu í Bayern.
„Nú eitthvað um stríðið! En hvað? Síðan ég skrifaði þér síðast
hef ég ekkert frétt annað en að Prússakonungur hafi orðið að
hörfa í 7 stundir samfleytt. Það er jafnvel sagt að Wunsch her-
foringi hafi verið tekinn til fanga með 15000 mönnum. En ég
legg ekki trúnað á það, þótt ég óski þess af heilum hug að barið
yrði á Prússanum svo um munaði/
Á tímum Mózarts var hvorki til þýzk eða austurrísk þjóð
(nation). Það mætti að vísu benda á marga þjóðlega þætti og
það var barizt fyrir myndun þjóða í báðum löndunum. Hvernig
leit Mózart á þetta mál? Hann fyrirleit furstana, ágirnd þeirra og
nirfilshátt, stríð þeirra og hinar ítölsku óperur. Gegn þeim stefndi
hann stórbrotinni þjóðarhugmynd sem gerð yrði að veruleika með
sterku valdi undir forustu keisarans. Hann átti sér þá ósk, að
Vín yrði ekki aðeins miðstöð hins austurríska erfðalands, en það
var hún í raun og veru, heldur ætti hún að sameina öll þau
ríki, sem tilheyrðu hinu heilaga rómverska ríki (Austurríki, Þýzka-
land, Bæheim, jafnvel Ungverjaland) en Josef bar kórónu þess.
Það var þannig austurrísk ríkishugmynd, sem fyrir Mózart (og
öðrum austurrískum borgurum) vakti, er þeir töluðu um þýzka