Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 78
78
RÉTTUR
arsakir að vissu leyti óháð báðum og virðist því vera sáttasemjari
milli stéttanna." Lýðræðisformin heldur yfirstéttin raunar aðeins
svo lengi í heiðri, sem völdum hennar er ekki hætta búin. Þegar
svo er komið, afnemur hún lýðréttindin, ef hún hefur afl til og
harðstjórn tekur við. Þetta hefur verið undantekningarlaus reynsla
sögunnar.
Alræði öreiganna er ríkisvald verkalýðsins á tímabili umbreyt-
ingarinnar frá kapítalisma til sósíalisma. Það getur verið með
ýmsum hætti. Ráðstjórnarfyrirkomulagið varð til upp úr reynslu
byltinganna í Rússlandi 1905 og 1917. I alþýðulýðveldunum
hefur hinsvegar verið haldið fast við form þingræðisins og því
gefið nýtt inntak. Kína hefur líka farið sínar eigin leiðir. En það
er sameiginlegt öllu þessu ríkisvaldi, hvert sem formið er, að
það er ekki stofnað til þess að tryggja frelsi hinna gömlu arð-
ránsstétta, heldur til þess að halda þeim í skefjum, svo að unnt sé
að varðveita hið nýfengna frelsi vinnustéttanna. I Sovétríkjunum
varð niðurstaðan sú, að aðeins einn flokkur var leyfður. Það er
hinsvegar ekkert almennt einkenni á ríkisvaldi vinnustéttanna. í
öðrum sósíaliskum löndum eru margir flokkar leyfðir, en í Kína
og alþýðulýðveldunum hafa þeir samvinnu sín á milli og venju-
lega hafa þessir samvinnuflokkar boðið sameiginlega fram til
kosninga. Hinsvegar eru flokkar fasista og hernaðarsinna bann-
aðir. Sérstakar sögulegar ástæður eru fyrir því, að Kommúnista-
flokkur Sovjetríkjanna er eini flokkurinn í landinu. Aðrir flokk-
ar voru leyfðir, þar til þeir hófu borgarastyrjöld í náinni sam-
vinnu við erlenda innrásarheri. I Vesturevrópu og Ameríku mun
verkalýðurinn tvímælalaust fara sínar eigin leiðir í samræmi við
erfðavenjur og aðstæður landa sinna. Kommúnistaflokkar þessara
landa hafa nú lýst yfir því, að þeir telji að valdataka alþýðunnar
geti farið fram á þingræðislegan hátt.
Lenín leggur áherzlu á, að alræði öreiganna sé miklu full-
komnara lýðræði en hið borgaralega eða nokkurt lýðræði fyrri
tíma. Fyrst og fremst vegna þess, að nú er það í fyrsta skipti