Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 95
RETTUR
95
fasista flýðu að vísu land, en meginliðið var eftir heima og
hugði á hefndir þegar tækifæri gæfist. Sú öryggislögregla, sem
tókst að baka sér hatur fyrir framkomu sína gegn mönnum,
sem margir töldu að ekki hafi annað til saka unnið en að vera
á annarri skoðun um framkvæmd sósíalismans en þeir, sem
mestu réðu í flokknum, virðist hafa verið furðu andvaralaus
gagnvart raunverulegum stéttarandstæðingum, að minsta kosti
undir lok valdatímabils Rakosimanna.
Allt frá stríðslokum, en þó einkum eftir að kalda stríðið hófst,
unnu erlend auðvaldsríki undir forustu Bandaríkjanna skipulega
að því, að undirbúa gagnbyltingu í Ungverjalandi með erlendri
aðstoð. Opinberlega hafa Bandaríkin lagt 100 milljónir dollara
á ári til undirróðursstarfsemi í alþýðulýðveldunum. Engum get-
um verður að því leitt hve miklu fé hefur verið varið til þeirr-
ar starfsemi í raun og veru, en það er áreiðanlega morð fjár. I
þessu skyni er haldið upp útvarpsstöðvum erlendis svo sem
„Frjálsri Evrópu' í Vesturþýzkalandi, sem gegnir miklu hlut-
verki. Þessi stöð lét mjög til sín taka í sambandi við atburðina
í október, hvatti ákaft til uppreisnar og gaf leiðbeiningar og
fyrirmæli. í Vesturþýzkalandi starfa mörg félög Hortyfasista og
hafa þeir komið þar upp skipulögðum hersveitum, reiðubúnum
að ráðast inn í Ungverjaland, þegar stundin kemur. Hersveitir
þessar eru þjálfaðar af Bandaríkjamönnum og kostaðar af þeim.
I sambandi við miðstjórnina erlendis eru svo leynisamtök í
Ungverjalandi, sem lengi hafa búið sig undir þá stund, að
tækifærið gæfist til þess að láta vopnin tala.
Fyrir nokkru síðan gaf ungverska stjórnin liðsmönnum Horty-
hersins, er flúið höfðu land í stríðslok upp sakir og veitti þeim
heimfararleyfi. Þetta var óspart notað, því að á tímabilinu frá
apríl til októberloka 1956 er talið að 60 þúsund þessara manna
hafi komið yfir austurrísku landamærin. Nú hefur það komið
í ljós að margir þessara manna áttu ákveðið erindi. Meðal þeirra
var mikill fjöldi flugumanna og skipuleggjenda, sem störfuðu