Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 117
RETTUR
117
fyrsta sósíalistíska ríki heimsins — Ráðstjórnarríkin — sa
dagsins ljós, hafa heimsvaldasinnar neytt allra bragða til að
vinna Ráðstjórnarríkjunum mein. Og eftir að stofnuð voru nokkur
sósíalistísk ríki í viðbót, hefur baráttan milli herbúða heims-
valdastefnunnar og herbúða sósíalismans og opinskáar tilraunir
heimsvaldasinnanna að tortíma hinum sósíalistíska andstæðingi
sínum verið það fyrirbæri, er öðru fremur hefur einkennt heims-
málin. Hin sósíalistísku lönd hafa orðið að þola sérstaklega
heiftariega og drambsfulla íhlutun af hálfu Bandaríkjanna, sem
fara með forystu í herbúðum heimsvaldasinnanna. í mörg ár
hafa Bandaríkin komið í veg fyrir, að þjóð vor gæti frelsað
hluta af sínu eigin landi — Taivan — og hafa lýst opinberlega
yfir því, að pólitískt markmið ríkisstjórnar þeirra væri að reka
undirróðurs- og skemmdarstarfsemi í Austur-Evrópu.
Eftir árásarstríðið í Kóreu er þáttur heimsvaldasinna í at-
burðunum, sem gerðust í Ungverjalandi í október 1956, alvar-
legasta sóknaraðgerð þeirra á hendur hinum sósíalistísku ríkjum.
Eins og tekið var fram í ályktunum fullsetins fundar í bráða-
birgðamiðstjórn Sósíalistiska verkamannaflokksins í Ungverja-
landi, áttu atburðirnir í Ungverjalandi rót sína að rekja bæði til
innlendra og erlendra orsaka, en „frumkvæðið og úrslitaþátt-
inn“ í þessum atburðum áttu heimsvaldasinnarnir. Eftir að
ónýtt höfðu verið Vélráð heimsvaldasinnanna, er að því mið-
uðu að koma afturhaldsöflunum aftur til valda í Ungverja-
landi, fengu þeir, með Bandaríkin í broddi fylkingar, sam-
þykktar af Sameinuðu þjóðunum ályktanir, sem beint var gegn
Ráðstjórnarríkjunum og voru í sjáifu sér íhlutun um innanlands-
mál Ungverjalands, og samtímis hrundu þeir af stað hatramri
andkommúnistískri áróðursherferð um allan hinn vestræna heim.
Þrátt fyijir þá staðreynd;, að amerísku heÍmsvaMasinnarnir
hagnýta sér ósigur Bretlands og Frakklands í árásarstríði þeirra
gegn Egyptalandi til að reyna með öllum ráðum að hrifsa sjálf-
um sér til handa þá aðstöðu, sem Bretar og Frakkar hafa haft
í Mið-Austurlöndum og í Norður- Afríku, lýsa þeir samtímis
yfir því, að þeir muni sjá til þess, að eytt verði þeim „misskiln-
ingi“, sem ríkjandi er milli þeirra annarsvegar og Breta og
Frakka hinsvegar, og muni skapa „nánari og innilegri skilning“
í því skyni að koma á aftur samfylkingu í sameiginlegri baráttu
gegn kommúnismanum, gegn alþýðunni, gegn friðnum — þessi
er grundvallarhugsunin í hinni svonefndu „lífsheimspeki og at-
hafna, sem svo nauðsynlegt er að tileinka sér á þessari hættusund
veraldarsögunnar“ og boðuð var af Dulles á ráðsfundi Norður-
atlantshafsbandalagsins. Dulles, sem tók munninn nokkuð fullan
'