Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 15
RÉTTUR
15
Hinum vinnandi stéttum íslands, er nú hafa tekið höndum
saman um að stjórna landinu, mun þó ekki reynast það eitt nægi-
legt, til þess að standa saman til lengdar, að verjast því, sem ein-
ræði Ihaldsins myndi leiða yfir alþýðuna. Það mun heldur ekki
reynast þeim nóg til samheldni að framkvæma einstakar umbæt-
ur á ýmsum sviðum.
Þær efnahagslegu ráðstafanir, er gera þarf til þess að bæta og
tryggja lífskjör alþýðunnar, munu heimta svo rótttækar aðgerðir
gagnvart hverskonar braski, arðráni og spillingu, og svo víðtækar
skipulagsráðstafanir, til þess að tryggja viturlega stjórn á þjóðar-
búskapnum og sparnað í ríkiskerfinu, að alþýðan taki meir og
meir stjórn þjóðfélagsins í sínar hendur en völd auðmannastéttar
dvíni að sama skapi.
Það, sem vinnandi stéttir landsins þurfa að eignast, til þess að
þær öðlist kraftinn til að framkvæma slíka stjórnmálastefnu, sigr-
ast á öllum ytri og innri erfiðleikum, — öðlist reisnina, er
hefur þær upp yfir þröngsýni og skammsýni þess daglega basls,
er smækkar manninn, — það er sameiginleg hugsjón um nýtt
þjóðfélag, er þær stefni að, — þjóðfélag, þar sem vinnandi mað-
urinn nýtur ávaxta erfiðis síns, en arðrán, brask og ofurveldi auðs-
* ins er að fullu útrýmt. Um leið og alþýðustéttir íslands eignast
slíka sameiginlega hugsjón, munu þær markvíst taka að leggja
með stjórnarstefnu sinni grundvöllinn að því þjóðfélagi samvinnu
og sameignar mannanna, þar sem samhjálpin er æðsta boðorð, en
ekki hitt að troða skóinn hver niður af öðrum.
Það er mál til komið að öll hin sterku íslenzku alþýðusamtök
hefji aftur sín augu að framtíðarlandinu því, sem brautryðjendur
aldamótaáranna sáu í hyllingum þeirrar framtíðar, er nú getur
orðið nútíð. Þjóðfélagshugsjón verkalýðs- og samvinnuhreyfing-
arinnar er ekki til þess að ískrýðast sem helgiskrúða á hátíðis- og
tyllidögum þessara fjöldahreyfinga, heldur til þess að gera hana
að veruleika.
Það voru hugsjónir sósíalismans, jafnaðarstefnunnar, og sam-