Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 67
RÉTTUR
67
kornizt til æðstu valda í öryggisstofnunum ríkisins. Hitt höfðu
menn vonað, að flokkurinn hefði nú komizt yfir örðugasta hjall-
ann og tekizt að sigrast á hættulegustu veilum sínum. Það varð
mikið áfall, þegar það vitnaðist, að í æðstu stjórn flokksins hafði
þróun mála í mikilvægum atriðum komizt inn á hættulegar
brautir.
Menn urðu sem steini lostnir, þegar þessi tíðindi bárust fyrst
úr herbúðum auðvaldsins, þar sem allt var að sjálfsögðu afskræmt
og úr lagi fært. En frá leiðtogum Sovétríkjanna bárust engar full-
nægjandi upplýsingar, aðeins sagt undan og ofan af í greinum,
sem birtust á víð og dreif. Eitt var þó víst: Stór mistök og afbrot
höfðu verið framin og Stalín gerður persónulega ábyrgur.
Þessi framkoma leiðtoga Sovétríkjanna olli mikilli gremju
meðal bræðraflokkanna og það að vonum. Slík framkoma virðist
mér gersamlega óverjandi og hið mesta glapræði, enda mikill
álitshnekkir fyrir forustumenn Sovétríkjanna. Að vísu ber að virða
dirfsku þeirra, að afhjúpa vægðarlaust sín eigin stórglöp, hversu
sársaukafull sem sú upprifjun hlaut að verða. Sjálfsgagnrýni bor-
in fram af fullri hreinskilni er ein fyrsta skylda hvers kommúnista.
En svona máli, sem hlaut að hafa örlagarík áhrif á nútímasöguna,
var ekki hægt að hreyfa án þess að gera sér far um að segja allan
sannleikann, og þá fyrst og fremst það, sem mestu máli skipti,
að reynt væri að grafast fyrir rætur meinsins. Það er engin af-
sökun til fyrir því, að leiðrétta fyrri glöp með nýju glapræði, sem
hlaut að valda hinni sósíalisku hreyfingu um heim allan ófyrir-
sjáanlegu tjóni. Það sæmir ekki marxistum að skýra frá mistök-
um og glöpum, sem taka á sig hrikalegar myndir, án þess að því
fylgi djúpstæð krufning á hinum þjóðfélagslegu og sögulegu or-
sökum. Maður verður furðu lostin þegar reynt er að skýra slíka
hluti með skapgöllum eins manns, er hinir sömu gagnrýnendur
höfðu allt til þessa hafið til skýjanna. Enn undarlegar hlaut þetta
að koma mönnum fyrir sjónir, þar sem ásakanirnar voru fyrst
bornar fram eftir að Stalín var ekki lengur í tölu lifenda.