Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 36
36
R É T T U R
ins, kvikan í sögu mannkynsins, sem skapað hafa alla hina að-
dáunarverðu forustumenn undirokaðra stétta og þjóða, — menn
eins og Marx og Engels, Lenín og Lincoln, Mao-Tse-Tung og
Jón Sigurðsson.
En vér megum ekki gleyma því að slíka menn skapa hreyf-
ingar fólksins, til þess að þeir leiði það fram til þess að taka rík-
isvaldið og nota það í þágu fólksins. Það verður svo að vera á
ábyrgð beirra og fólksins, — á ábyrgð þeirra samtaka, sem alþýð-
an hefur skapað sér, — að ríkisvaldið nái ekki að spilla þeim
mönnum, er verða að beita því.
Þetta þýðir að vísu alls ekki að vér sósíalistar eigum að hræð-
ast ríkisvaldið og forðast að neyta þess.
En vér verðum að muna eitt, allt það söguskeið, sem alþýðan
verður að beita ríkisvaldinu:
Ríkisvaldið er ekki af vorum heimi, heimi sósíalismans og
framtíðarinnar. Það er vopn, sem vér neyðumst til að taka frá
andstæðingum vorum og beita því um hríð. En þessu vopni fylg-
ir í flestum þjóðfélögum sú náttúra sem Tyrfingi forðum, að
eigi mátti hann beran hafa nema hann yrði manns bani. En ef
alþýðan kynni ekki né þyrði að beita þeim Tyrfingi jafn fimlega
og vægðarlaust og andstæðingar hennar á þeim tíma, þegar lög-
mál valdsins er enn í gildi, það lögmál, sem vér ætlum að af-
nema og útrýma, þá yrði hún sjálf höggvin niður og sú fagra
og friðsæla framtíð, sem oss dreymir um að skapa, yrði aldrei
annað en draumur einn.
Þessvegna þarf alþýðan alltaf að vera á verði gagnvart ríkis-
valdinu, líka sínu eigin, meðan það enn er til. Það sannar bezt
saga Sovétríkjanna síðustu tvo áratugi. Ríkisvaldið sýndi þá til-
hneygingu til að gleypa flokk alþýðunnar og leggja samtök henn-
ar undir sinn ægihjálm. Ríkisvaldið hefur ætíð þessa áráttu að
vilja gerast sjálfstætt vald, aðeins háð handhöfum þess, — það
er: að gera embættismennina að drottnurum fólksins í stað þjóna
þess. Þessvegna er það lífsnauðsyn, líka í þjóðfélagi sósíalismans,