Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 75
RÉTTUR
75
Kenningin um hina harðnandi stéttabaráttu var sett fram árið
1937. Hversvegna risu félagarnir, sem nú gagnrýna Stalín, ekki
þá þegar gegn þessari kenningu? Skömmu síðar var haldið þing
Kommúnistaflokksins. Ekki var henni mótmælt þar, heldur mætti
frekar líta svo á sem hún hefði fengið þar staðfestingu alls flokks-
ins. Hvernig fara félagarnir, sem nú bera fram gagnrýnina á
Stalín, að skýra þessa afstöðu sína?
Þá er sagt að eftirlitið með öryggisstofnunum ríkisins hafi smám
saman færzt úr höndum ríkisstjórnar og flokks í hendur Stalíns.
Var þetta slys, sem engum verður um kennt nema Stalín sjálfum?
Hvernig stóð á því að flokkurinn og ríkisstjórnin skyldu leyfa
slíkum hlutum að gerast í sósíalisku ríki? Ekki er hægt að ætlast
til þess, að það sé talin góð og gild afsökun, að þegar þeir áttuðu
sig og vildu taka í taumana, þá hafi það verið um seinan og per-
sónuleg völd Stalíns orðin slík, að það hefði stofnað einingu
þjóðarinnar í voða á hættustund. Bería var ekki fyrsti yfirmaður
öryggislögreglunnar, sem uppvís varð að samsæri gegn flokkn-
um. Jagoda var á undan honum. Þegar á fjórða tug aldarinnar
höfðu æðstu menn í öryggislögreglunni orðið uppvísir að því að
standa í sambandi við flugumenn og spellvirkja og halda yfir
þeim verndarhendi. Hvar var þá eftirlit flokksins? Ekki verður
Stalín gerður persónulega ábyrgur fyrir framferði þeirra manna,
sem gerðu samsæri gegn honum og nánustu félögum hans og
sóttust eftir lífi þeirra.
Og nú komum við að því sem mestu máli skiptir. Höfundar
ályktunarinnar láta sér enn nægja að rekja allt út frá einni alls-
herjarformúlu, enda þótt þeir geri sér nú nokkurt far um að skýra
hinar sögulegu aðstæður. Sú tilhneiging, að rekja hinar miklu
misfellur, sem áttu sér stað á löngu tímabili, til Stalíns persónu-
lega, rétt eins og honum voru eignuð afrekin áður, er ekkert ann-
að en ranghverfan á persónudýrkuninni. Slík aðferð er í harla
litlu samræmi við söguskoðun marxismans. Það þarf vissulega
meira til að gera sér rétta grein fyrir málavöxtum.