Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 97
RÉTTUR
97
Sumar kröfurnar báru vott um að hér voru sundurleit öfl að
verki. Hitt var ljóst, að flestir kröfugöngumenn höfðu sízt í hug
að veitast gegn hinu sósíaliska skipulagi, heldur vildu þeir end-
urbæta það.
Það var mikil ólga í höfuðborginni. Og nú var tækifærið
komið fyrir andbyltingaröflin. Þau létu heldur ekki á sér standa.
Flugmiðum með áróðri fjandsamlegum stjórninni, þar sem hvatt
var til uppreisnar, var dreift um alla borgina. Þeir voru prent-
aðir fyrirfram og tilbúnir til dreifingar þegar stundin kom. Með
snöggu áhlaupi og með aðstoð flugumanna tóku uppreisnarmenn
nokkur vopnabúr og vopnaverksmiðjur. Fyrirfram höfðu þeir
sýnilega allmiklar leynilegar vopnabirgðir tilbúnar. Ekið var um
borgina og vopnum úthlutað. Erlendir fréttamenn dáðust að því
livað allt hefði verið vel undirbúið og þrauthugsað og hversu
reyndum mönnum í hernaðarlist uppreisnarmenn höfðu á að
skipa.
Fréttamaður amerísku fréttastofunnar United Press í Vín
bendir á, að öllum hafi hlotið að vera ljóst, að hér var um að
ræða mjög vel undirbúna uppreisn, sem stjórnað var frá einni
miðstöð eftir fyrirfram gerði áætlun. Honum farast svo orð:
„Hvernig væri annars hægt að skýra það, að fáum stundum
eftir að uppreisnin hófst, höfðu uppreisnarmenn tilbúna þús-
undir fána, í grænum hvítum og rauðum lit með krossinum og
þrílit armbönd. Svo að ekki sé minnst á vopnin. En það fyrirbæri
að vopn voru fyrir hendi verður ekki skýrt með því, að þau
hafi verið tekin herfangi, allra sízt í upphafi götubardaganna.
Eða þá þungavörubílarnir, sem uppreisnarmenn óku til þeirra
staða í borginni, sem höfðu hernaðarlega þýðingu, svo og skipu-
Iagðar sveitir og vopnaðir menn á bifhjólum.”
Uppreisnarmenn hófu nú hernaðaraðgerðir eftir skipulagðri
áætlun. Ráðizt var til atlögu gegn hernaðarlega þýðingarmiklum
stöðum. Náðu þeir á sitt vald ýmsum helztu samgöngumiðstöðv-
unum, þeirri járnbrautarstöð, sem var hernaðarlega mikilvægust,