Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 98
98
RÉTTUR
biúm, sem mestu máli skiptu sem samgönguæðar o. s. frv. Þá
var ráðizt gegn helztu opinberu byggingum svo sem útvarpsstöð-
inni og símasambandsstöðinni við útlönd. Þótt margt bæri á milli,
voru fréttaritarar, sem fylgdust með atburðunum, yfirleitt sammála
um að hér væri um þrauthugsaða hernaðaráætlun að ræða.
Þetta var sannarlega engin óskipulögð og sjálfkrafa uppreisn
fólksins. Þetta var gagnbylting undir stjórn, sem starfaði bæði í
Ungverjalandi og erlendis og var vel skipulögð. En sósíalistar og
verkafólk, framfaraöfl Ungverjalands, reyndust forustulaus. Þeg-
ar sýnt var, að afturhaldið hafði tekið forustu andstöðuhreyfing-
arinnar gegn stjórninni og að alþýðulýðveldið var í bráðri hættu,
var verkalýðurinn ekki kvaddur til varnar. 24. október skoraði
stjórnin á almenning að hafa ekki afskipti af átökunum. Það
átti að láta lögregluna eina um að gera upp sakirnar við upp-
reisnarmenn. I Verkalýðsflokknum var hver höndin upp á móti
annari. Flokkur ungverskrar alþýðu reyndist ekki verkefnum
sínum vaxinn á úrslitastundu. Enginn aðili var til, sem var
þess megnugur að safna hinum dreifðu kröftum alþýðunnar til
atlögu gegn afturhaldinu. í trausti þess hóf afturhaldið hina
blóðugu uppreisn og að þessu leyti stóðst áætlun þess. í öðru
lagi treysti það á beina aðstoð erlendra herja. Sú von brást.
Árdegis 24. október gerðist hvorttveggja, að rússnseku hersveit-
irnar voru beðnar um aðstoð til þess að skakka leikinn og ný rík-
isstjórn var mynduð undir forustu Imre Nagy. Gömlu foringjarn-
ir voru þó enn í stjórn. Morguninn eftir hélt Nagy útvarpsræðu
og gerði grein fyrir stefnu stjórnarinnar. Var þar fallizt á kröfur
þær, sem fram voru bornar 23. október um aukin lýðréttindi og
bætt kjör. Ennfremur lýsti Nagy yfir því, að óhjákvæmilegt hefði
verið, að kalla rússnesku hersveitirnar til hjálpar.
Það tókst skjótlega að koma á friði að kalla, eftir að rússnesku
hersveitirnar héldu inn í Búdapest. Þær tóku ekki mikinn þátt
í átökunum, en létu sér nægja að halda vörð um opinberar bygg-