Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 46
46
RÉTTUR
unnar. En það mun reyna á allan manndóm hennar, þrek og
stjórnmálaþroska, þegar að því kemur að valda því verkefni, er
hér um ræðir.
Til þess að valda þeim verkefnum þarf íslenzk verkalýðshreyf-
ing að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1) Hún þarf að eiga forustu, og það þýðir forustuflokk, sem
aldrei missir sjónar á framtíðarmarkinu, — sem elur fólkið upp
til að berjast fyrir því, — sem hefur það trúnaðartraust hjá al-
þýðu manna, að geta fengið hana til þess að setja framtíðarheill
ofar augnablikshagsmunum, ef þörf gerist. Sósíalistaflokkurinn
hefur reynt að vera íslenzkri alþýðu slíkur flokkur — og með
nokkrum árangri.
2) Verkalýðshreyfingin þarf að vera einhuga um hin brýnustu
úrluusnarefni á hverju einstöku skeiði baráttunnar, — það þýðir
að það þarf að nást samstarf í sjálfum verkalýðssamtökunum,
þótt skoðanir séu skiptar um ýmislegt, — og það þarf að nást
samstarf mestalls verkalýðs í kosningum til þings og bæjarstjórna
og samstarf um ríkisstjórn, er vinni í samráði við samtök verka-
lýðsins og annarra vinnandi stétta að málum þeirra. Slík eining
og slík kosningabandalög eða kosningaflokkar munu leysa úr
læðingi ný öfl meðal alþýðu. — Þótt það samstarf verkalýðs-
flokkanna, sem nú á sér stað um ríkisstjórn, sé ýmsum annmörk-
um háð, þá ber þess að gæta, að þetta samstarf gerir það að verk-
um að ísland er nú eina landið utan sósíalistíska heimsins, þar
sem hinir ólíku verkalýðsflokkar hafa tekið höndum saman um
ríkisstjórn. Og þótt þetta samstarf hér mætti vera betra og þurfi
að vera betra og nánara, þá er þó sú staðreynd, að það er til,
mikilvægur vísir þess, er verða má síðar um Evrópu.
3) Verkalýðshreyfingin, — flokkur hennar og félagssamtök,
— þurfa að vera óháð ríkisvaldinu, varðveita sjálfstæði sitt gagn-
vart þeirri vél, sem ríkisvaldið alltaf verður, meðan ekki verður
komizt af án þess. Þetta á eigi aðeins við um ríkisvaldið á meðan
það er í höndum auðmannanna, heldur og það ríkisvald, er al-