Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 11
RÉTTUR
11
þá verður það gert. — Hinu má heldur ekki gleyma að erlendir
auðhringar munu seilast til arðráns og áhrifa hér eftir mætti. En
við því hefur nú þjóðin meiri möguleika til að sporna en fyrr.
Annað skiluyrðið er afkomuöryggi þjóðarinnar, það er vissan
að geta alltaf selt alla útflutningsframleiðslu þjóðarinnar, — og á
grundvelli þessa öryggis, áœtlunarhúskapur, þannig að skipulögð
sé fjárfesting og framleiðsla með það fyrir augum að tryggja
alltaf fulla atvinnu handa öllum og að vinnuafli og fjármagni sé
ráðstafað með það fyrir augum að þjóðarheildin uppskeri sem
mest. Það er ekki hægt að skapa góða afkomu fyrir alla í þjóð-
félagi, sem býr við kreppu og atvinnuleysi eða á þá vágesti yfir
höfði sér. Þessvegna er ekki hægt að skapa afkomuöryggi fyrir
Islendinga með viðskiptum við auðvaldsheiminn eingöngu. En
með því að hagnýta til hlítar alla viðunandi markaðsmöguleika
auðvaldslandanna og hafa svo til viðbótar það öryggi að geta selt
sósíalistískum löndum annars allt, sem við getum framleitt og flutt
út — með því er hægt að leggja tryggan grundvöll að efnahags-
legu öryggi Islendinga, að blómlegu og gróandi atvinnulífi og
góðri og batnandi afkomu.
Þessvegna eru hinir miklu viðskiptasamningar við Sovétríkin,
— samningar, sem Sósíalistaflokkurinn barðist fyrir og kom á
strax 1945—6, en ameríska afturhaldið á Islandi eyðilagði 1948,
— svo þýðingarmikill grundvöllur að þeirri tiltölulega góðu lífs-
afkomu, sem íslenzk alþýða býr við, ef borið er saman við for-
stríðsárin, — að hvað mikilvægi snertir er þar einvörðungu sjálf
stéttarbarátta íslenzku alþýðunnar mikilvægari ef taldar eru þær
orsakir, sem oss eru sjálfráðar.
Þessvegna er það lífsnauðsyn að þjóðin geri sér það öll ljóst,
að einmitt hin miklu viðskiptasambönd við sósíalistíska heiminn
eru hornsteinar góðrar lífsafkomu og efnahagslegs sjálfstæðis
hennar. Hún má því hvorki láta neinum ofstækismönnum, sem
vilja eyðilegga þessi sambönd, blinduðum hagfræðingum, sem eru