Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 27
BÉTTUB
27
við háþróaða stóriðju um langa hríð og aldagamla erfð lýðræðis
og alþýðumenntunar.
En það eru ekki lögmál siðferðilegs réttlætis, er ráða þróuninni,
heldur raunar lögmál hinnar minnstu mótstöðu: hlekkur stór-
veldadrottnunarinnar brast, þar sem hann var veikastur, — i
keisararíkinu rússneska fyrir 40 árum.
Og rússneska alþýðan og Sovétþjóðirnar hafa nú í staðinn
orðið að taka á sig að vinna þær hetjudáðir, er aldrei fyrnast,
við verri skilyrði en allir aðrir. Með þeim afrekum, er umbreytt
hafa allri þróun mannkynsins, hafa þær rutt brautina fram til
þess sósíalisma, er þær nú byggja upp: I fyrsta lagi með því að
verkamenn og bændur tóku í fyrsta skipti til frambúðar völdin,
— og það í víðlendasta keisaradæmi jarðar og héldu þeim völd-
um gegn öllum „herskörum helvítanna", svo notuð séu orð Step-
hans G.
í öðru lagi með því að gera hið frumstæða aðals- og nýlendu-
þjóðfélag, sem auðvaldsskipulag var rétt að byrja í, — að öðru
mesta stóriðjulandi heims og breyta ólæsum bændalýð í mennt-
aða alþýðu borga og samyrkjubúa — og það allt á einum manns-
aldri.
I þriðja lagi með því að sigrast síðan á voldugustu hernaðar-
vél Evrópu, — herjum Hitlers, — og forða með sínum ægilegu
fórnum mannkyninu frá sigri fasismans og öllum þeim ógnum,
sem honum hefði fylgt. — Lámm oss ætíð minnast allra þessara
ofurmannlegu afreka, þegar mörgum veitist erfitt að skilja, að
enn skuli eigi hafa unnizt bugur á öllum erfðum forns einveldis
og embættisvalds eða er oss finnst að þeim, sem þannig hafa
orðið að berjast alla sína ævi, sé nokkuð laus höndin, er þeir
hyggja sig þurfa að firra þjóðir sínar stríðshættu og mannkynið
tortímingarhættu og sjáist þá lítt fyrir.
Sósílistar Vesturlanda þurfa að láta skilninginn á þessu marka
afstöðu sína til Sovétríkjanna, hvað sem annars skilur. Og hins