Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 124
124
RÉTTUR
gegn óvinum Lenínismans (trotskistum, zinojevistum og öðrum
erindrekum auðstéttarinnar) túlkaði hann vilja alþýðunnar og
hann var mikilhæfur og verðugur baráttumaður fyrir stefnu
Marx og Lenins. Stalin ávann sér stuðning Ráðstjórnarþjóðar-
innar og hann gegndi mikilvægu hlutverki í sögunni fyrst og
fremst vegna þess, að hann stóð vörð, ásamt öðrum leiðtogum
Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, um þá stefnu Leníns að
iðnvæða Ráðstjórnarríkin og koma á samyrkju í landbúnaðinum.
Framkvæmd þessarar stjórnmálastefnu Kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna leiddi til sigurs hins sósíalistíska skipulags og
skapaði skilyrði fyrir því, að Ráðstjórnarríkin gátu unnið sigur
í stríðinu gegn Hitler. Allir þessir sigrar Ráðstjórnarþjóðarinnar
eru og unnir í þágu verkalýðsstéttarinnar og alls hins framsækna
mannkyns. Hinn mikli orðstír, er af Stalín fór hvarvetna um
heim, var því ofur eðlilegur.
En Stalín hafði gert alvarlegar villur á sviði innanríkis- og
utanríkismála Ráðstjórnarríkjanna. Vinnubrögð Stalíns, seni
mótuðust af einræðishneigð, brutu að vissu marki gegn grundvall-
arreglunni um lýðræðislegt miðstjórnarvald í flokkslífinu og í
stjórnarkerfi Ráðstjórnarríkjanna og leiddu til nokkurra afbrota
gegn sósíalistískum lögum. Þar eð Stalín hafði á ýmsum sviðurn
starfs síns einangrað sig alvarlega frá fjöldanum og tekið upp á
eigin spýtur ákvarðanir í mikilvægum málum, gat ekki hjá því
farið, að honum yrðu á alvarleg mistök. Þessi mistök voru sér-
staklega áberandi í sambandi við það verkefni að kveða niður
gagnbyltinguna og í sambandi við afstöðuna til sumra landa.
Varðandi það að kveða niður gagnbyltinguna hafði Stalín refsað
mörgum gagnbyltingarsinnum, sem refsa bar og gerði í höfuð-
atriðum það, sem gera þurfti á þessu sviði. En jafnframt bar
hann fram óréttmætar kröfur og ákærur á hendur mörgum
tryggum kommúnistum og góðum þjóðfélagsþegnum og það leiddi
til alvarlegs tjós. í afstöðunni til bræðraþjóða og bræðraflokka
var Stalín yfirleitt trúr alþjóðahyggjunni. Hann studdi baráttu
þjóðanna í ýmsum löndum og þróun hins sósíalistiska ríkjasam-
félags, en í lausn nokkurra sérstakra mála kom í ljós hjá honum
tilhneiging til stórveldisrembings, og hann skorti lítillæti. Og
uppeldi fastra starfsmanna almennt í anda lítillætisins kom því
síður til greina. Stundum hlutaðist hann meira að segja rang-
lega til um innri málefni bræðraþjóða og bræðraflokka og hafði
það margar alvarlegar afleiðingar.
Hvernig á að útskýra þessar alvarlegu villur Staiíns? Hvaða
samband er milli þessara villna og hins sósíalistíska skipulags
Ráðstjórnarríkjanna?