Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 70
70
RÉTTUR
með sér ákveðna takmörkun á almennum lýðréttindum og lýð-
ræðislegu stjórnarfari með öllum þeim hættum, sem því eru sam-
fara.
í allri þessari miklu baráttu var Stalín fremsti forustumaðurinn.
Hann mótaði stefnu flokksins í beinu framhaldi af stefnu Leníns
á þessu sögulega tímabili, sem jafnan mun verða talið eitt hið
örlagaríkasta í sögu mannkynsins. Hann gerði það með slíkum
ágætum í ræðu og riti, með slíkri rökfestu, glöggskygni og skýr-
leik, að þegar getið verður færustu manna marxismans, mun nafn
Stalíns jafnan verða nefnt. I ályktuninni er lögð áherzla á hina
óbilandi hollustu hans við grundvallarkenningar Marx og Leníns,
á forustuhlutverk hans í hinni vægðarlausu baráttu gegn trotzist-
unum, gegn hentistefnumönnunum til hægri, gegn borgaralegum
þjóðrembingsmönnum og gegn flugumennsku erlendra auðvalds-
sinna. Þessi barátta, sem sköpum skipti í sögu Sovétríkjanna og
allrar veraldar var tengd við nafn Stalíns.
Þetta varð til þess að Stalín aflaði sér takmarkalauss trausts
Sovétþjóðanna. Þó að jafn hrjúfur maður og Stalín er sagður hafa
verið, hafi kannski verið miðlungi vinsæll persónulega af nán-
ustu samstarfsmönnum sínum, þá varð hann ástsæll af milljón-
unum, sú öld, er naut forustu þessa snilldarmanns, sem virðist
hafa verið jafn stórbrotinn í kostum sínum og brestuih, dáði
hann úr öllu hófi fram. Þetta er hið sögulega baksvið hinnar
margumtöluðu persónudýrkunar. í ályktuninni er Stalín sakaður
um að hafa gert allt, sem í hans valdi stóð til þess að ýta undir
þessa einstaklingsdýrkun. Og í krafti hennar hafi hann gert sig
sekan um þá skerðingu lýðræðisins og þá valdníðslu, er áður
getur, og leiddi til þeirra miklu glapa og afbrota, sem fyrst voru
gerð heyrinkunn löngu eftir dauða hans.
I þessu, sem nú var sagt, á að felast svar við því, hversvegna
núverandi forustumenn Sovétríkjanna tóku ekki í taumana og
viku Stalín frá í tæka tíð. Það er fullyrt að slík ráðstöfun mundi
ekki hafa fengið stuðning þjóðarinnar, heldur hefði verið litið