Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 139
RÉTTUR
139
Sigur Októberbyltingarinnar í Rússlandi varð til geysilegrar
örvunar fyrir hina nýju byltingaröldu hins alþjóðlega verkalýðs.
í þau 39 ár, sem liðin eru frá Októberbyltingunni hefur hin al-
þjóðlega kommúnistahreyfing unnið stórkostlega á og orðið öflugt
pólitískt afl á heimsmælikvarða. Verkamenn um allan heim og
allir þeir, sem þrá frelsi, setja alla von sína um bjarta framtíð
mannkyninu til handa á sigur þessarar hreyfingar.
Af þeim sökum, að Ráðstjórnarríkin eru fyrsta ríki sósíalismans
og eftir tilkomu annarra sósíalistískra ríkja voldugasta landið í
herbúðum sósíalismans, þar sem það er auðugast af reynslu og
fært um að veita þjóðum sósialistískra landa og kapítalistískum
ríkjum hina mikilvægustu hiálp, hafa Ráðstjórnarríkin verið sam-
fleytt í 39 ár höfuðstoð hinnar kommúnistísku hreyfingar. Þetta
er eðlileg afleiðing af hinum sögulegu aðstæðum og ekki nein
tilbúin staðhæfing eins eða neins.
í þágu sameiginlegra hagsmuna verkalýðsins í hinum ýmsu
löndum, í því skyni að hrinda með sameiginlegu átaki sókn heims-
valdasinna undir forustu Bandaríkjanna á hendur sósíalismanum,
í þágu sameiginlegs átaks á sviði efnahags- og menningarmála
allra hinna sósíalistísku landa verðum vér að halda áfram að
styrkja samstöðu verkalýðs allra landa með Ráðstjórnarríkin sem
þungamiðju.
Hin alþjóðlega samstaða kommúnistaflokkanna í öllum löndum
er algerlega ný tegund samskipta í sögu mannkynsins. Auðvitað
getur þróun slíkra samskipta ekki orðið snurðulaus. Kommúnista-
flokkar allra landa verða að taka höndum saman, en jafnframt
verða þeir að varðveita sjálfstæði sitt Reynsla sögunnar sýnir,
að ef þessi viðhorf eru ekki rétt tengd og sum þeirra eru virt
að vettugi, hlýtur það að leiða til mistaka. Þegar kommúnista-
flokkar allra landa halda uppi samskiptum sín á mil’i á jafnrétt-
isgrundvelli, samræma sjónarmið sín með raunverulegum og ekki
formlegum viðræðum, þá verður samstaða þeirra traustari. Ef
hinum gagnkvæmu samskiptum er hinsvegar svo háttað, að sjón-
armið eins er þröngvað að öðrum, eða tillögur og gagnrýni í
félagslegum anda eru látin víkia fyrir íhlutun um innri málefni
hvers annars, þá mun þessi samstaða bíða hnekki. Með tilliti til
þeirrar staðreyndar, að kommúnistaflokkarnir bera ábyrgð á
stjórn ríkja, og með tilliti til þess, að gagnkvæm samskipti flokk-
anna hafa oft færst út þannig að þau taka einnig til samskipta
ríkjanna og þjóðanna, er heilbrigð skipan samskiptanna milli
hinna sósíalistísku landa orðin mál, sem sinna verður af hinni
mestu alúð og alvöru.
Marxisminn hefur alltaf lagt ríka áherzlu á að tengja saman