Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 123
RÉTTUR
123
einnig sú aðalbraut, sem verkalýður allra landa ætti að ganga til
sigurs. Og það er af þessum ástæðum, að miðstjórn Kommúnista-
flokks Kína tók fram í pólitískri skýrslu sinni til Áttuna flokks-
þingsins: „Þrátt fyrir þá staðreynd, að byltingin í voru eigin
landi ber mörg séreinkenni, skoða kínverskir kommúnistar verk
sitt framhald af Októberbyltingunni".
Við núverandi aðstæður í alþjóðamálum er sérstaklega mik-
ilvægt að verja leið Marx og Leníns, sem rudd var af Október-
byltingunni. Það er einmitt þessi leið byltingarinnar, sem heims-
valdasinnarnir vilja breyta, er þeir tala um áform sín ,,að breyta
eðli hins kommúnistiska heims“.
Á síðustu áratugum höfðu allar endurskoðunarhugmyndir, sem
bornar voru fram af endurskoðunarsinnum í sambandi við kenn-
ingar Marx og Leníns, allar hugmyndir, sem tækifærissinnaðir
hægrimenn dreifðu út, einmitt þann tilgang að sveigja verkalýð-
inn út af þessari braut, sem hefur úrsiitaþýðingu fyrir fre'sun
hans. Það er hlutverk allra kommúnista að sameina verkalýðinn,
sameina alþýðuna, að hrinda rösklega af höndum sér æðisgeng-
inni sókn heimsvaldasinnanna á hendur hinum sósíalistíska
heimi og sækja hiklaust fram eftir þeirri braut, sem lögð var
af Októberbyltingunni.
Menn spyrja: En fyrst grundvallarstefna byltingarinnar og
uppbyggingarinnar í Ráðstjórnarríkjunum var rétt, hvernig gátu
þá villur Stalíns komið fyrir?
Vér höfum þegar rætt þetta mál í aprílgrein vorri.* En með til-
liti til síðustu atburða í Austur-Evrópu og annarra skyldra að-
stæðna, er spurningin um réttan skilning á villum Stalíns og
um rétta afstöðu til þessara villna orðin alvarlegt mál, sem
hefur áhrif á innri þróun kommúnistaflokkanna í mörgum lönd-
um og á samstöðu kommúnistaflokkanna í ýmsum löndum, alv-
arlegt mál, sem hefur áhrif á heildarbaráttu hinna kommún-
istisku afla í heiminum gegn heimsvaldastefnunni. Það er því
orðin þörf á nokkrum viðbótarskýringum á sjónarmiði voru í
þessu máli.
Sta!ín hefur átt mikinn og heillarikan þátt í þróun Ráðstjórn-
arríkjanna og í þróun hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar.
í greininni „Um hina sögulegu reynslu af alræði verkalýðsins“
sögðum vér: „Eftir dauða Leníns beitti Stalín sem aðalleiðtogi
flokksins og ríkisins kenningum Marx og Leníns og þróaði þær af
skapandi hæfileikum. í baráttunni fyrir að vernda arf Leníns
* í april 1956 blrtist í sama blaSi löng greln, ,,Um hina sögulegu reynslu a£ alrœSl
verkalýðslns", i tileíni 20. Þings Kommúnistaílokks RiSstjórnarrikianna.