Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 143
RÉTTUR
143
munalega samleið í baráttunni gegn heimsvaldastefnunni, gagn-
kvæmur stuðningur þeirra er mikilvægur fyrir framtíðarhorfur
mannkynsins og heimsfriðarins.
Arásaröfl heimsvaldasinna hafa nýlega skapað nokkuð auknar
viðsjár í alþjóðamálum. En með stuðningi af samstilltum átökum
hinna þrennskonar afla, er áður getur, og sameiginlegri baráttu
allra annarra friðunnandi afla í heiminum er aftur hægt að koma
því til leiðar, að úr þessum viðsjám dragi Arásaröfl heimsvalda-
sinna hafa ekki unnið neitt með árás sinni á Egyptaland, heldur
hafa þau þvert á móti hlotið þungt áfall Vegna aðstoðar þeirrar,
sem sovéthersveitir veittu ungverskri alþýðu, mistókust einnig
fyrirætlanir heimsvaldasinna um að skapa stökkpall út í styrjöld
í Austur-Evrópu og grafa undan samstöðu hinna sósíalistísku
landa. Öll sósíalistísku löndin taka eindregna afstöðu með frið-
samlegri sambúð við auðvaldslöndin, með þróun gagnkvæms
stjórnmálasambands og sambands á sviði efnahags- og menning-
armáia, með því að leysa alþjóðleg deilumál með friðsamlegurn
samningum, gegn undirbúningi nýs heimsstríðs, með útfærslu
þess friðarsvæðis, svo að það taki til heimsins alls, með útfærslu
þess svæðis, þar sem í gildi eru í verki hinar fimm meginreglur
friðsamlegrar sambúðar. Öll þessi viðleitni mun óhjákvæmilega
vekja æ meiri samúð meðal undirokaðra þjóða og friðunnandi
þjóða um allan heim. Efling alþjóðlegrar samstöðu verkalýðsins
mun leiða til þess, að hinir herskáu heimsvaldasinnar áræða ekki
að steypa sér út í striðsævintýri. Enda þótt heimsvaldasinnar
veiti þessari baráttu viðnám, munu öfl friðarins að endingu sigra
stríðsöflin.
★
Saga hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar er, ef talið er frá
stofnun Fyrsta Alþjóðasambandsins 1864, aðeins 92 ára gömul
Á þessum 92 árum hefur hreyfingin sem heild eflzt ákaflega ört,
þrátt fyrir það að leið hennar hefur verið krókótt. Meðan fyrri
heimsstyrjöldin stóð, komu Ráðstjórnarríkin fram á sjónarsviðið,
en þau taka yfir sjötta hluta jarðar. Og eftir aðra heimsstyrjöld-
ina mynduðust hinar sósíalistísku herbúðir, er hafa innan sinna
vébanda þriðjung mannkynsins. Þessi sósíalistísku ríki gerðu
ein og önnur mistök, sem óvinirnir hlakka yfir og sem sumir
félagar og vinir tóku sér nærri og sumir þeirra létu jafnvel í
ljós efa varðandi horfurnar fyrir málstað kommúnismans. Samt
sem áður eru ekki fullnægjandi ástæður hvorki fyrir fögnuði