Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 14
14
RÉTTUB
verk, sem breytt hafa lífskjörum, verið unnin í áhlaupum, svo
sem sú lífskjarabylting, er varð á íslandi 1942 sakir skæruhern-
aðarins og kosningasigra verkalýðshreyfingarinnar og Sósíalista-
flokksins?
Það þarf vissulega óbilandi festu og sífellda árvekni til þess
að vinna slík stórvirki. En þá festu á einmitt íslenzk alþýða til.
Lítið til þess félags, sem haft hefur forustuna í allri kjarabar-
áttu verkalýðsins á síðustu 15 árum í blíðu og stríðu, til Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar. Þar hafið þið fyrirmyndina, sönnun-
ina fyrir því hvað íslenzk alþýða getur gert, — félagið, sem
aldrei fer að neinu óðslega, en með hinni sérkennilegu íslenzku
seiglu og hörku knýr fram það, sem hægt er að gera á hverju
skeiði og skýtur aldrei yfir markið, en sýnir sömu ábyrgðartil-
finninguna gagnvart alþýðu, hvort sem berjast þarf með kaup-
uppsögnum og verkföllum eða beita öðrum friðsamlegri bar-
dagaaðferðum, eins og Dagsbrún sýndi svo aðdáanlega á fundi
sínum í apríl s.l., er íhaldið ætlaði að veiða Dagsbrúnarmenn með
lýðskrumi sínu. Forustusveit verkalýðsins á Islandi, Dagsbrúnar-
menn, sýndu það og sönnuðu þá, að verkamannastéttin er fær um
að stjórna landinu, hafa forustu þjóðarinnar, hvort sem þarf að
berjast eða stilla til friðar.
Saga og bardagaaðferð Dagsbrúnar öll er sú, er einkennir ís-
lenzka alþýðumanninn í allri hans lífsbaráttu: sú þrautseigja, er
aldrei bregzt. „Hin dauðtrygga varðstaða ár eftir ár er ókunna
hermannsins saga," segir Jóhannes úr Kötlum í „Þegnar þagnar-
innar." Það er þessi þrotlausa sókn fjöldans sem skapar söguna.
íslenzk alþýða þarf að setja sér það mark að láta síðari hluta
20. aldarinnar standa í tákni slíkrar sóknar, eigi síður en hinn
fyrri hluti gerði. Forfeður vorir á síðari hluta 19. aldar héldu uppi
slíkri sókn af ódrepandi trúfestu við hugsjón frelsisins við ólíkt
erfiðari skilyrði en vér nú búum við — og er oss sízt vandara en
þeim.
□