Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 14

Réttur - 01.01.1957, Page 14
14 RÉTTUB verk, sem breytt hafa lífskjörum, verið unnin í áhlaupum, svo sem sú lífskjarabylting, er varð á íslandi 1942 sakir skæruhern- aðarins og kosningasigra verkalýðshreyfingarinnar og Sósíalista- flokksins? Það þarf vissulega óbilandi festu og sífellda árvekni til þess að vinna slík stórvirki. En þá festu á einmitt íslenzk alþýða til. Lítið til þess félags, sem haft hefur forustuna í allri kjarabar- áttu verkalýðsins á síðustu 15 árum í blíðu og stríðu, til Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar. Þar hafið þið fyrirmyndina, sönnun- ina fyrir því hvað íslenzk alþýða getur gert, — félagið, sem aldrei fer að neinu óðslega, en með hinni sérkennilegu íslenzku seiglu og hörku knýr fram það, sem hægt er að gera á hverju skeiði og skýtur aldrei yfir markið, en sýnir sömu ábyrgðartil- finninguna gagnvart alþýðu, hvort sem berjast þarf með kaup- uppsögnum og verkföllum eða beita öðrum friðsamlegri bar- dagaaðferðum, eins og Dagsbrún sýndi svo aðdáanlega á fundi sínum í apríl s.l., er íhaldið ætlaði að veiða Dagsbrúnarmenn með lýðskrumi sínu. Forustusveit verkalýðsins á Islandi, Dagsbrúnar- menn, sýndu það og sönnuðu þá, að verkamannastéttin er fær um að stjórna landinu, hafa forustu þjóðarinnar, hvort sem þarf að berjast eða stilla til friðar. Saga og bardagaaðferð Dagsbrúnar öll er sú, er einkennir ís- lenzka alþýðumanninn í allri hans lífsbaráttu: sú þrautseigja, er aldrei bregzt. „Hin dauðtrygga varðstaða ár eftir ár er ókunna hermannsins saga," segir Jóhannes úr Kötlum í „Þegnar þagnar- innar." Það er þessi þrotlausa sókn fjöldans sem skapar söguna. íslenzk alþýða þarf að setja sér það mark að láta síðari hluta 20. aldarinnar standa í tákni slíkrar sóknar, eigi síður en hinn fyrri hluti gerði. Forfeður vorir á síðari hluta 19. aldar héldu uppi slíkri sókn af ódrepandi trúfestu við hugsjón frelsisins við ólíkt erfiðari skilyrði en vér nú búum við — og er oss sízt vandara en þeim. □
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.