Réttur - 01.01.1957, Blaðsíða 57
RÉTTUR
57
arts er ekki sérstaklega í því fólginn að vera ö'Óruvísi, heldur hinu
að gera betur en aðrir.
Það er einkennandi fyrir hugsun upplýsingatímabilsins að lista-
maðurinn ætti að geta náð til allra án tillits til stéttamunar. Þessi
hugsun var í samræmi við þá tálvon borgarastéttarinnar að öflug
herför skynsemi og upplýsingar myndi frelsa mannkynið. Þá
skömmu stund mannkynssögunnar, sem borgarabyltingin gætti
hagsmuna alls mannkynsins, voru óskir Mózarts um að gera öll-
um mönnum tónlistina aðgengilega, framkvæmdar. í nokkrum
bréfum talar hann um þær fagurfræðilegu skoðanir, sem hann
hafði þá tileinkað sér. Einkar skýrt talar hann um þær í bréfi til
föður síns 28. des. 1782:
„Konsertarnir (KV413—415. G.K.) eru einmitt málamiðlun
milli hins þunga og hins létta. Þeir eru glæsilegir, láta vel í eyr-
um, eru eðlilegir, án þess að vera efnislausir. Á stöku stöðum
geta aðeins hinir lærðari haft þeirra full not, þó þannig að hinir
ólærðu verða líka ánægðir án þess að vita ástæðuna."
Hvernig náði Mózart þessum tilgangi? Hann rannsakaði og
gagnrýndi allt það sem hann átti kost á að kynna sér af tónlist
fyrirrennara sinna og samtíðarmanna. Mikilfenglegri en þessi
skynsemisvíma er þó hin skapandi umbreyting sem hann beitir
við allt það efni sem hann notar í sínar eigin tónsmíðar.
En að öllu því athuguðu, sem að framan er sagt, má ljóst vera,
við hvað Mózart miðaði, er hann ákvað, hvort tiltekin stíll eða
tiltekin tækni væri nothæf við tónsmíðar sínar. Kröfur séttar
hans voru mælikvarðinn. Það voru kröfur, átök og fjölbreytni,
um listræna mynd af veruleikanum. Alla gróandi lífsins skynj-
aða nýrri sjón málsvara byltingarsinnaðrar stéttar. En jafnframt
þurfti að gera þessa nýju heimsskoðun ljósa fjöldanum — ólærð-
um jafnt sem lærðum. Erfitt verkefni og mótsagnakennt.
Austurríkismaðurinn.
Efnið í verkum Mózarts er ekki flókið eða umdeilt. Það voru