Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 75

Réttur - 01.01.1957, Page 75
RÉTTUR 75 Kenningin um hina harðnandi stéttabaráttu var sett fram árið 1937. Hversvegna risu félagarnir, sem nú gagnrýna Stalín, ekki þá þegar gegn þessari kenningu? Skömmu síðar var haldið þing Kommúnistaflokksins. Ekki var henni mótmælt þar, heldur mætti frekar líta svo á sem hún hefði fengið þar staðfestingu alls flokks- ins. Hvernig fara félagarnir, sem nú bera fram gagnrýnina á Stalín, að skýra þessa afstöðu sína? Þá er sagt að eftirlitið með öryggisstofnunum ríkisins hafi smám saman færzt úr höndum ríkisstjórnar og flokks í hendur Stalíns. Var þetta slys, sem engum verður um kennt nema Stalín sjálfum? Hvernig stóð á því að flokkurinn og ríkisstjórnin skyldu leyfa slíkum hlutum að gerast í sósíalisku ríki? Ekki er hægt að ætlast til þess, að það sé talin góð og gild afsökun, að þegar þeir áttuðu sig og vildu taka í taumana, þá hafi það verið um seinan og per- sónuleg völd Stalíns orðin slík, að það hefði stofnað einingu þjóðarinnar í voða á hættustund. Bería var ekki fyrsti yfirmaður öryggislögreglunnar, sem uppvís varð að samsæri gegn flokkn- um. Jagoda var á undan honum. Þegar á fjórða tug aldarinnar höfðu æðstu menn í öryggislögreglunni orðið uppvísir að því að standa í sambandi við flugumenn og spellvirkja og halda yfir þeim verndarhendi. Hvar var þá eftirlit flokksins? Ekki verður Stalín gerður persónulega ábyrgur fyrir framferði þeirra manna, sem gerðu samsæri gegn honum og nánustu félögum hans og sóttust eftir lífi þeirra. Og nú komum við að því sem mestu máli skiptir. Höfundar ályktunarinnar láta sér enn nægja að rekja allt út frá einni alls- herjarformúlu, enda þótt þeir geri sér nú nokkurt far um að skýra hinar sögulegu aðstæður. Sú tilhneiging, að rekja hinar miklu misfellur, sem áttu sér stað á löngu tímabili, til Stalíns persónu- lega, rétt eins og honum voru eignuð afrekin áður, er ekkert ann- að en ranghverfan á persónudýrkuninni. Slík aðferð er í harla litlu samræmi við söguskoðun marxismans. Það þarf vissulega meira til að gera sér rétta grein fyrir málavöxtum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.