Réttur


Réttur - 01.01.1957, Page 67

Réttur - 01.01.1957, Page 67
RÉTTUR 67 kornizt til æðstu valda í öryggisstofnunum ríkisins. Hitt höfðu menn vonað, að flokkurinn hefði nú komizt yfir örðugasta hjall- ann og tekizt að sigrast á hættulegustu veilum sínum. Það varð mikið áfall, þegar það vitnaðist, að í æðstu stjórn flokksins hafði þróun mála í mikilvægum atriðum komizt inn á hættulegar brautir. Menn urðu sem steini lostnir, þegar þessi tíðindi bárust fyrst úr herbúðum auðvaldsins, þar sem allt var að sjálfsögðu afskræmt og úr lagi fært. En frá leiðtogum Sovétríkjanna bárust engar full- nægjandi upplýsingar, aðeins sagt undan og ofan af í greinum, sem birtust á víð og dreif. Eitt var þó víst: Stór mistök og afbrot höfðu verið framin og Stalín gerður persónulega ábyrgur. Þessi framkoma leiðtoga Sovétríkjanna olli mikilli gremju meðal bræðraflokkanna og það að vonum. Slík framkoma virðist mér gersamlega óverjandi og hið mesta glapræði, enda mikill álitshnekkir fyrir forustumenn Sovétríkjanna. Að vísu ber að virða dirfsku þeirra, að afhjúpa vægðarlaust sín eigin stórglöp, hversu sársaukafull sem sú upprifjun hlaut að verða. Sjálfsgagnrýni bor- in fram af fullri hreinskilni er ein fyrsta skylda hvers kommúnista. En svona máli, sem hlaut að hafa örlagarík áhrif á nútímasöguna, var ekki hægt að hreyfa án þess að gera sér far um að segja allan sannleikann, og þá fyrst og fremst það, sem mestu máli skipti, að reynt væri að grafast fyrir rætur meinsins. Það er engin af- sökun til fyrir því, að leiðrétta fyrri glöp með nýju glapræði, sem hlaut að valda hinni sósíalisku hreyfingu um heim allan ófyrir- sjáanlegu tjóni. Það sæmir ekki marxistum að skýra frá mistök- um og glöpum, sem taka á sig hrikalegar myndir, án þess að því fylgi djúpstæð krufning á hinum þjóðfélagslegu og sögulegu or- sökum. Maður verður furðu lostin þegar reynt er að skýra slíka hluti með skapgöllum eins manns, er hinir sömu gagnrýnendur höfðu allt til þessa hafið til skýjanna. Enn undarlegar hlaut þetta að koma mönnum fyrir sjónir, þar sem ásakanirnar voru fyrst bornar fram eftir að Stalín var ekki lengur í tölu lifenda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.