Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 4

Réttur - 01.07.1930, Page 4
220 STRAUMHVÖRF [Rjettur rústir. Og hin merkilega tilraun var gerð að reisa þetta við — ekki á auðvaldsgrundvelli eins og í Þýskalandi, Austurríki og slíkum löndum — heldur á grundvelli kommúnismans. Allir borgaraflokkar, þar með taldir sosialdemokratar, álitu að þessi tilraun hlyti að mis- hepnast, annaðhvort myndi Rússland fleygja sjer í fangið á auðvaldinu innan skamms eða alt hrynja í rústir. Með 5 ára áætluninni, sem hófst 1. okt. 1928, köstuðu rússnesku kommúnistarnir teningunum. »Hjer er«, sögðu þeir, »það sem við ætlum að framkvæma á næstu 5 árum innan okkar skipulags. Framleiðslu- magnið 1988 þrefalt á við 1914, verkalaunin meir en tvöföld á við 1914, samyrkjubú á 15 miljónum hektara, sjöstundadagur mestmegnis kominn á í iðnaðinum!« Framkvæmd þessarar áætlunar átti að verða próf- steinninn á þrótt hins frjálsa vei'kalýðs og skipulags- magn hins nýja þjóðfjelags. Borgaraflokkarnir hlógu og hæddust að »draumórum« kommúnistanna. Hvernig átti að skapa svo öra iðnaðarþróun í hinu fátæka Rúss- landi, sem ekkert auðvald vildi lána eyrisvirði, — þeg- ar sjálf Paradís auðvaldsins, Ameríka, aldrei hafði upplifað svo öra þróun á sínu besta skeiði. — 5 ára áætlunin beið nú dóms reynslunnar — og eftirvænting- in var geysileg. Og nú er dómurinn fallinn. Hann felst í heimsá- standinu sem nú ríkir. Látum oss athuga það. H eimskreppan. Yfir auðvaldslöndin — þ. e. a. s. heiminn utan ráð- stjórnarlýðveldanna — hefur dunið hin ægilegasta at- vinnukreppa, sem auðvaldið enn hefur upplifað. Ekk- ert sýnir skýrar en það, að þessi kreppa skuli verða svo skelfileg einmitt á blómaöld hringanna og sam- dráttar auðmagnsins, hve lítið allar sameiningartil- raunir auðmannanna megna að ráða við hinar eðlilegu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.